Næturgisting í kirkju í boði á Blönduósi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Svíta hefur verið opnuð í kirkjunni. Aðsend Hótel Blönduós verður opnað með pompi og prakt eftir glænýjar endurbætur um helgina. Stórri svítu hefur verið bætt við í sjálfri gömlu kirkjunni á Blönduósi og gefst gestum og gangandi kostur á að skoða nýjan hluta af hótelinu um helgina, þó það opni ekki formlega fyrr en á mánudag. Myndasyrpu frá Blönduósi má skoða neðst í fréttinni. „Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi í Góu minnist Pattýar með nýjum borgara Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Sjá meira
„Framkvæmdir hófust á þessu ári og því hefur þetta þetta ekki átt sér langan aðdraganda. En það er alveg magnað að fylgjast með vinnu iðnaðarmannanna sem hafa ekki haft langan tíma til að klára verkið,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson hótelstjóri í samtali við Vísi. „Svo hafa eigendur og fjölskyldur þeirra tekið mjög virkan þátt í undirbúningi opnunar hótelsins og hefur það tekið á sig gríðarlega fallega mynd, jafnt að innan sem utan.“ Frábær tilfinning að opna loksins Pétur segir frábæra tilfinningu að fá loksins að opna dyrnar fyrri gestum. Opnunarteiti fer fram í dag klukkan 14 til 17. „Þar gefst gestum tækifæri á að skoða hótelið eins og það lítur út í dag. Svo verður hótelið opnað formlega á mánudaginn,“ segir Pétur sem segir heimamenn bjartsýna fyrir sumarið og bjartsýna á að aukning verði mikil á milli ára. „Sérstaklega í ljósi þess að eftir sumarið verður komin reynsla á upplifun gesta og við verðum búin að safna að okkur endurgjöfum á helstu bókunarsíðum. En það tekur tíma að byggja þetta upp þar sem við erum að byggja reksturinn svo gott sem frá grunni, það er engin reynsla á þjónustu, gæði matar og fleira. Þó það megi til gamans geta að við erum að opna hótel í byggingu þar sem hefur verið hótelrekstur síðan árið 1943.“ Borðleggjandi að festa kaup á kirkjunni Pétur segir að þegar upp hafi komið sú staða að hægt væri að kaupa gömlu kirkjuna á Blönduósi þá hafi rekstraðilum hótelsins þótt það borðleggjandi að kaupa hana og nýta sem gistirými. „Þetta verður einn áhugaverðasti gistimöguleikinn á landinu þar sem við munum lítið hreyfa við útliti kirkjunnar enda er hún gullfalleg og einstaklega sjarmerandi. Við horfðum meðal annars til norðurlanda, Frakklands og Hollands þar sem kirkjur hafa verið nýttar einmitt sem farfuglaheimili, hótel, íbúðir, barir og fleira.“ Þá segir Pétur að einnig verði hægt að halda þar athafnir eins og brúðkaup þar sem brúðhjónin hafi svo kost á því að gista í kirkjunni um nóttina. „Er hægt að hugsa sér eitthvað rómantískara? Við verðum tilbúin með viðburðarými í gamla bakarínu í Gamla bænum á Blönduósi sem við köllum Krúttið, þar verður hægt að halda veislur en að auki ætlum við að halda tónleika og aðra viðburði.“ Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson Snorri Björnsson
Húnabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Helgi í Góu minnist Pattýar með nýjum borgara Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Sjá meira