Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2023 21:01 Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson fyrir utan Euroclub nú í vikunni, rétt áður en þau æfðu kraftmikið atriði sitt á klúbbnum. Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. Euroclub er sérstakt Eurovision-fyrirbæri. Fundinn er staður fyrir klúbbinn í gestgjafaborg keppninnar ár hvert og á honum koma fram fyrrverandi keppendur sem eru í uppáhaldi hjá aðdáendum. Listinn í ár er sannarlega stjörnum prýddur; Keiino frá Noregi, hin moldóvísku Sunstroke Project, írsku tvíburarnir Jedward og hin sænska Charlotte Perelli bera einna hæst. Og svo auðvitað Selma og Friðrik Ómar. Selma keppti eins og frægt er fyrir hönd Íslands í Eurovision árin 1999 og 2005 og Friðrik Ómar var fulltrúi Íslands ásamt Regínu Ósk árið 2008. Þau hafa oft komið fram á Euroclub síðustu ár og trylla þá lýðinn með eigin lögum; All Out Of Luck, If I Had Your Love og This Is My Life, en flytja einnig Eurovision-slagara á borð við Wild Dances (Úkraína 2004) og My Number One (Grikkland 2005). Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub í Liverpool áður en þau tróðu þar upp nú í vikunni. Innslagið með Euro-stjörnunum tveimur hefst á mínútu 2:12 . Þá sjáum við óvænt bregða fyrir gömlum sigurvegara Eurovision, sem var við æfingar á sama tíma. „Þetta er mikið svolítið sami hópurinn sem flakkar á milli þessara borga þar sem Eurovision er haldið þannig að þeim finnst líka bara gaman að hitta okkur aftur og aftur og okkur finnst líka gaman að hitta þá. Ég tek það fram, þá, strákana,“ segir Friðrik Ómar. „Já, þetta eru 99 prósent karlmenn. Og það er alltaf hressandi þegar þeir taka undir, ég verð alltaf svo hissa,“ segir Selma og sýnir með leikrænum tilburðum hvernig dimmraddaðir aðdáendurnir bera sig að þegar hún flytur All Out Of Luck. „Bara fimmtán hundruð menn, áttund neðar og það er geggjað.“ Hvað er það klikkaðasta sem hefur gerst á Euroclub? „Eitthvað sem gerist baksviðs. Til dæmis að skemmta í kvöld með Conchitu Würst, ég hlakka til að hitta hana. Þannig að ég held bara að það svæsnasta verði í kvöld með henni,“ segir Friðrik glettinn. „Þannig að við getum kannski ekki sagt frá því,“ bætir Selma sposk við. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Euroclub er sérstakt Eurovision-fyrirbæri. Fundinn er staður fyrir klúbbinn í gestgjafaborg keppninnar ár hvert og á honum koma fram fyrrverandi keppendur sem eru í uppáhaldi hjá aðdáendum. Listinn í ár er sannarlega stjörnum prýddur; Keiino frá Noregi, hin moldóvísku Sunstroke Project, írsku tvíburarnir Jedward og hin sænska Charlotte Perelli bera einna hæst. Og svo auðvitað Selma og Friðrik Ómar. Selma keppti eins og frægt er fyrir hönd Íslands í Eurovision árin 1999 og 2005 og Friðrik Ómar var fulltrúi Íslands ásamt Regínu Ósk árið 2008. Þau hafa oft komið fram á Euroclub síðustu ár og trylla þá lýðinn með eigin lögum; All Out Of Luck, If I Had Your Love og This Is My Life, en flytja einnig Eurovision-slagara á borð við Wild Dances (Úkraína 2004) og My Number One (Grikkland 2005). Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub í Liverpool áður en þau tróðu þar upp nú í vikunni. Innslagið með Euro-stjörnunum tveimur hefst á mínútu 2:12 . Þá sjáum við óvænt bregða fyrir gömlum sigurvegara Eurovision, sem var við æfingar á sama tíma. „Þetta er mikið svolítið sami hópurinn sem flakkar á milli þessara borga þar sem Eurovision er haldið þannig að þeim finnst líka bara gaman að hitta okkur aftur og aftur og okkur finnst líka gaman að hitta þá. Ég tek það fram, þá, strákana,“ segir Friðrik Ómar. „Já, þetta eru 99 prósent karlmenn. Og það er alltaf hressandi þegar þeir taka undir, ég verð alltaf svo hissa,“ segir Selma og sýnir með leikrænum tilburðum hvernig dimmraddaðir aðdáendurnir bera sig að þegar hún flytur All Out Of Luck. „Bara fimmtán hundruð menn, áttund neðar og það er geggjað.“ Hvað er það klikkaðasta sem hefur gerst á Euroclub? „Eitthvað sem gerist baksviðs. Til dæmis að skemmta í kvöld með Conchitu Würst, ég hlakka til að hitta hana. Þannig að ég held bara að það svæsnasta verði í kvöld með henni,“ segir Friðrik glettinn. „Þannig að við getum kannski ekki sagt frá því,“ bætir Selma sposk við. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00