Boston tryggði sér oddaleik en Durant og félagar í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 07:31 Jayson Tatum hitti ekkert fram eftir leik en sjóðhitnaði á lokasprettinum og það skipti öllu máli fyrir Boston Celtics. AP/Matt Slocum Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætast í oddaleik og hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA en Denver Nuggets er komið í úrslitin í Vesturdeildinni. Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023 NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira