Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2023 21:06 Ragnar hefur náð mjög góðum árangri í sinni dúfnaræktun og unnið til fjölmarga verðlauna í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana. Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Fuglar Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson í Brandshúsum í Flóahreppi er einn öflugasti dúfnabóndi landsins enda þaulreyndur í faginu og finnst fátt skemmtilegra en að sinna fuglunum sínum og fara með þá í keppnir um allt land. Þessa dagana eru ungar að klekjast út úr eggjum eða þá að fuglarnir liggja á þeim og bíða eftir ungunum sínum. Flest pörin eru með tvo ungan . „Ég er að para saman góðar dúfur til þess að fá betri keppnisfugla fyrir sumarið,” segir Ragnar. En hvað er það við dúfurnar, sem er svona heillandi? „Þetta eru svo skemmtilegir fuglar, líflegir og gríðarlega ástfangnir, það má ekki gleyma því. Það sem allt snýst um í lífinu er ástin. Kallinn hann dansar í kringum hana, sópar gólfið og matar hana og klórar henni og kjassar, þetta er bara alveg ótrúlegt. Þetta eru alvöru karlar,” segir Ragnar brosandi. Það er ekki nóg með að karlarnir séu alvöru karlar því þeir sjá líka um að gefa ungunum sínum dúfnamjólkina, þar að segja, þeir framleiða mjólk alveg eins og kerlingin, magnað en dagsatt. „Já, það alveg ótrúlegt. Það eru bara tvær fuglategundir, sem ég veit í heiminum, sem gera þetta en það eru Pelíkanar og svo dúfurnar.” Og dúfurnar eru með jafnréttið 100 prósent á hreinu því pörin skiptast á að liggja á eggjunum allan sólarhringinn, hún í 12 klukkutíma og hann í 12 klukkutíma. Og Ragnar á sér uppáhalds dúfu, sem hann er að rækta undan en það er karlinn Snöggur, sem var sneggsta dúfan í keppnum síðasta sumar. Dagsgamall ungi í lófanum hjá Ragnari. Karlinn og kerlingin sjá um að gefa unganum mjólkina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Fuglar Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira