Úrsögn Eflingar úr SGS samþykkt Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 16:30 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að tillaga um úrsögn félagsins úr SGS tengist ekki því að félagið fylgdi sambandinu ekki að málum við gerð síðustu kjarasamninga. Stöð 2/Ívar Fannar Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni. Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Efling mun því segja sig úr SGS og öðlast beina aðild að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) samkvæmt tilkynningu sem birt er á vef Eflingar í dag. Þar kemur fram að rétt rúm fimm prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði um úrsögnina. Á kjörskrá voru 20.905 og af þeim greiddu 1.051 atkvæði. 733 greiddu atkvæði með eða 69,74 prósent, 292 greiddu gegn úrsögn eða um 27,78 prósent. Tuttugu og sex kusu svo að taka ekki afstöðu, eða um 2,47 prósent. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að um rétta ákvörðun sé að ræða. „Ég er auðvitað bara mjög ánægð og fagna því að félagsfólk sé sammála afstöðu forystu félagsins um að hagsmunum Eflingar sé betur borgið utan SGS,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Ég reikna með því að strax á morgun verði sent erindi frá Eflingu, fyrst til SGS til að tilkynna um úrsögn og svo til ASÍ til þess að fá þá staðfestingu á því að okkar beina aðild sé til staðar. Greiði háar fjárhæðir þrátt fyrir að sækja ekki þjónustu Á félagsfundi Eflingar sem fram fór þann 24. apríl síðastliðinn var það einróma niðurstaða að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn félagsins úr SGS. Sólveig Anna sagði þá í samtali við fréttastofu að um væri að ræða rétt og eðlilegt skref til að taka á þessum tímapunkti. Hún sagði ástæðuna fyrir úrsögninni vera einfalda, félagið greiði gríðarlega háar fjárhæðir í formi skatts til SGS. Að sögn Sólveigar greiddi félagið til að mynda ríflega 53 milljónir króna til SGS í fyrra. „En við sækjum enga þjónustu til SGS,“ segir hún. „Það er afstaða forystu félagsins að þessir fjármunir nýtist einfaldlega betur í þjónustu við félagsfólk. Jafnframt teljum við að rétt og eðlilegt að Efling sé með sjálfstæða aðild að Alþýðusambandinu en ekki með aðild í gegnum SGS eins og verið hefur.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður ASÍ Tengdar fréttir Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Munu boða til atkvæðagreiðslu um úrsögn úr SGS Það var einróma niðurstaða á félagsfundi Eflingar að boða til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu (SGS). Formaður Eflingar segir fjármunum félagsins betur varið en í greiðslur til SGS. 24. apríl 2023 20:40