Schumacher hafi gert vel í erfiðum aðstæðum | „Án efa haft mikil áhrif“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2023 16:01 Schumacher feðgarnir Michael og Mick Vísir/Getty Johnny Herbert, margreyndur fyrrum ökumaður í Formúlu 1, segist finna til með Mick Schumacher sem geti ekki notið leiðsagnar föður síns, Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, á sínum eigin ökumannsferli í mótaröðinni. Herbert ók í Formúlu 1 yfir ellefu ára tímabil frá árinu 1989 til ársins 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi í kringum mótaröðina, meðal annars fyrir Sky Sports. Í viðtali á dögunum var Herbert spurður út í Mick Schumacher, sem er nú varaökumaður Mercedes í Formúlu 1, en sá er sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher sem er af mörgum talinn besti Formúlu 1 ökumaður allra tíma. „Án efa haft mikil áhrif“ Mick hefur þurft að feta sinn feril í mótaröðinni án leiðsagnar föður síns en Michael lenti í alvarlegu skíðaslysi í Frönsku ölpunum árið 2013, lítið hefur spurst um líðan hans síðan þá. Schumacher-fjölskyldan hefur virt þá ósk Michaels, sem hann viðhafði á sínum ökumannsferli, að einkalífi fjölskyldunnar skyldi haldið utan kastljóss fjölmiðla. „Ástand Michael Schumacher hefur án efa haft mikil áhrif á Mick,“ lét Johnny Herbert hafa eftir sér í viðtali á dögunum. „Þetta getur ekki hafa verið auðvelt fyrir ökumanninn unga sökum þess hverju faðir hans náði að afreka.“ Mick þreytti frumraun sína sem aðalökumaður í Formúlu 1 tímabilið 2021 hjá bandaríska liðinu Haas. Hann ók hjá liðinu yfir tveggja tímabila skeið og var um leið hluti af akademíu Ferrari, liðinu sem faðir hans vann sína stærstu sigra hjá. Var látinn taka poka sinn Mick bar höfuð og herðar yfir liðsfélagann sinn, Nikita Mazepin, tímabilið 2021 en laut í lægra haldi fyrir Kevin Magnussen, sem tók sæti Mazepin, tímabilið 2022. Í kjölfarið ákvað Haas að binda enda á samstarf sitt við Schumacher. „Hann var mikið í kringum föður sinn þegar að hann var yngri en svo getur faðir hans ekki fylgt honum í gegnum hans eigin feril. Það hafa, að sjálfsögðu, margir rétt Mick hjálparhönd á þessum tíma en hann er nú í stöðu þar sem að hann þráir hjálp frá föður sínum.“ Herbert segir Mick hins vegar hafa staðið sig afar vel í þessum krefjandi aðstæðum. „Hann hefur fengið mikla athygli sökum þess hver hann er og hvaða nafn hann ber. Það fylgja Schumacher nafninu ákveðnar væntingar og pressa í Formúlu 1. Hann náði ekki að skapa sér það tækifæri að halda áfram sem aðalökumaður í Formúlu 1 en hann er enn í séns á að snúa aftur.“ Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Herbert ók í Formúlu 1 yfir ellefu ára tímabil frá árinu 1989 til ársins 2000. Eftir að ferlinum lauk hefur hann starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi í kringum mótaröðina, meðal annars fyrir Sky Sports. Í viðtali á dögunum var Herbert spurður út í Mick Schumacher, sem er nú varaökumaður Mercedes í Formúlu 1, en sá er sonur sjöfalda heimsmeistarans Michael Schumacher sem er af mörgum talinn besti Formúlu 1 ökumaður allra tíma. „Án efa haft mikil áhrif“ Mick hefur þurft að feta sinn feril í mótaröðinni án leiðsagnar föður síns en Michael lenti í alvarlegu skíðaslysi í Frönsku ölpunum árið 2013, lítið hefur spurst um líðan hans síðan þá. Schumacher-fjölskyldan hefur virt þá ósk Michaels, sem hann viðhafði á sínum ökumannsferli, að einkalífi fjölskyldunnar skyldi haldið utan kastljóss fjölmiðla. „Ástand Michael Schumacher hefur án efa haft mikil áhrif á Mick,“ lét Johnny Herbert hafa eftir sér í viðtali á dögunum. „Þetta getur ekki hafa verið auðvelt fyrir ökumanninn unga sökum þess hverju faðir hans náði að afreka.“ Mick þreytti frumraun sína sem aðalökumaður í Formúlu 1 tímabilið 2021 hjá bandaríska liðinu Haas. Hann ók hjá liðinu yfir tveggja tímabila skeið og var um leið hluti af akademíu Ferrari, liðinu sem faðir hans vann sína stærstu sigra hjá. Var látinn taka poka sinn Mick bar höfuð og herðar yfir liðsfélagann sinn, Nikita Mazepin, tímabilið 2021 en laut í lægra haldi fyrir Kevin Magnussen, sem tók sæti Mazepin, tímabilið 2022. Í kjölfarið ákvað Haas að binda enda á samstarf sitt við Schumacher. „Hann var mikið í kringum föður sinn þegar að hann var yngri en svo getur faðir hans ekki fylgt honum í gegnum hans eigin feril. Það hafa, að sjálfsögðu, margir rétt Mick hjálparhönd á þessum tíma en hann er nú í stöðu þar sem að hann þráir hjálp frá föður sínum.“ Herbert segir Mick hins vegar hafa staðið sig afar vel í þessum krefjandi aðstæðum. „Hann hefur fengið mikla athygli sökum þess hver hann er og hvaða nafn hann ber. Það fylgja Schumacher nafninu ákveðnar væntingar og pressa í Formúlu 1. Hann náði ekki að skapa sér það tækifæri að halda áfram sem aðalökumaður í Formúlu 1 en hann er enn í séns á að snúa aftur.“
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Littler í úrslit annað árið í röð Sport Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira