„Þetta var alveg hryllingur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 11:44 Guðmundur Felix Grétarsson segir að staðan á sér sé góð í dag. Hann bindur vonir við að komast heim fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson þurfti á dögunum að gangast undir fimm aðgerðir eftir að líkaminn hans byrjaði að hafna öðrum handleggnum hans. Um tíma hafi hann verið skíthræddur um að missa handlegginn. Hann segir þó að í dag sé staðan á sér nokkuð góð. „Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira
„Ég stend í þeirri von að ég jafnvel geti farið heim fyrir helgi,“ segir Guðmundur í samtali við Bítið á Bylgjunni. Guðmundur greindi frá því í lok apríl að líkaminn væri byrjaður að hafna öðrum handleggnum. Hann hafi byrjað að bólgna í kringum neglurnar og í kjölfarið hafi þær byrjað að detta af. Þegar læknarnir komust að því að líkaminn væri að hafna handleggnum gáfu þeir Guðmundir stóra steraskammta. „Ég tek þrjú lyf daglega til þess að bæla ónæmiskerfið gegn því að ráðast á handleggina og eitt af því eru sterar. Ég hef verið að taka fimm milligrömm á dag, það sem þeir gera þegar svona kemur upp er að þeir gefa mér 500 milligrömm á dag í þrjá daga - sem er í rauninni rúmlega fjögurra ára skammtur.“ Sterarnir bitu ekki á drulluna Þessir steraskammtar slökkvi algjörlega á ónæmiskerfinu og yfirleitt dugi það til að koma í veg fyrir höfnun. Það sem gerist þó í þessu tilfelli hjá Guðmundi er að þegar hann er búinn að taka þrjá stóra steraskammta kemur í ljós að það er sýking í handleggnum. Guðmundur segir að eins konar drulla hafi þá legið milli vöðva og húðar handleggsins: „Þá er ég ekki með neitt ónæmiskerfi og þessi sýking bara blossar svona svakalega upp að handleggurinn á mér, yfir nóttina eftir að ég kláraði þessa meðferð, varð eins og lærleggur. Þetta var mjög vont, þetta var alveg hryllingur, því hann var svo rosalegur þrýstingurinn.“ Þar sem sýklalyfin ferðist með æðakerfinu nái þau ekki að hafa áhrif á drulluna. „Þannig þeir þurftu að opna handlegginn, alveg frá miðjum framhandlegg og upp að öxl, og ég var með hann opinn í rúma viku.“ Þá segir Guðmundur að hann hafi farið í fimm aðgerðir þar sem hann var svæfður og handleggurinn hreinsaður. Stóð alls ekkert á sama Aðspurður um það hvort þessi sýking hafi valdið því að hann geti ekki notað handlegginn segir Guðmundur að hann sé að verða aftur eðlilegur. „En á meðan á þessu stóð þá gat ég ekki einu sinni rétt úr olnboganum,“ segir hann. „Þetta var, sérstaklega þarna í síðustu vikunni, mjög tvísýnt. Því sýkingin var alveg komin upp í axlir, ég var aumur og þrútinn á öxlunum, og það sem má alls ekki gerast er að þetta dreifi sér út um líkamann - þá er þetta bara búið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðmund í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Guðmundur er þá spurður hvernig honum hafi liðið andlega á meðan á þessu stóð. Hann minnist þess þá þegar hann missti hendurnar á sínum tíma. Upphaflega hafi hendurnar verið teknar rétt ofan við olnboga en í ellefu mánuði hafi hann verið með sýkingar. Því hafi hann farið í aðgerðir aftur og aftur þar sem það var alltaf tekið meira af höndunum. „Þær minningar náttúrulega komu upp, þá var ég meira að segja með ónæmiskerfi líka til að hjálpa til. En nú vorum við búin að slökkva á ónæmiskerfinu mínu og þurftum eingöngu að treysta á sýklalyf. Þannig mér stóð alls ekkert á sama, ég var svolítið skíthræddur við að þeir myndu eiginlega taka hann af.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Íslendingar erlendis Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Sjá meira