Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 09:52 Gréta María tók við stöðu forstjóra Arctic Adventures í lok árs 2021. Vísir/Vilhelm Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Adventures. Ekki kemur fram til hvaða verkefna Gréta María hverfur en segja má að hún hafi verið á töluverðu flakki í viðskiptalífinu undanfarin ár. Hún sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar í maí 2020 eftir framgöngu Festesmanna í hlutabótaumræðunni. Félagið þáði bætur frá ríkinu þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað. Það fannst henni ganga gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Gréta vildi sýna. Níu mánuðum síðar tók hún við starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsrisanum Brimi. Rúmu hálfi áru síðar hafði Gréta María söðlað um en þá tók hún við starfi forstjóra Arctic Adventures sem hún hefur stýrt til dagsins í dag. Í tilkynningunni frá Arctic adventus segir að nýi forstjórinn Ásgeir hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði sem stjórnandi, ráðgjafi, fjárfestingastjóri og stjórnarmaður. „Hann hefur m.a. verið forstjóri VÍS, fjárfestingarstjóri TM, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf Kviku og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Kviku. Ásgeir Baldurs.Aðsend Stjórn Arctic Adventures þakkar Grétu Maríu fyrir hennar mikilvæga framlag fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásgeir hefur störf á næstu dögum. Um Arctic Adventures: Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar um allt land. Ársvelta félagsins var um 5,2 milljarðar króna í fyrra. Helstu dótturfélög Arctic Adventures eru Into the Glacier, Lava Tunnel og Your Day Tours. Stærstu hluthafar Arctic Adventures eru fjárfestingafélagið Stoðir með 35% hlut, Icelandic Tourism Fund, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, með 20% hlut og Freyja, framtakssjóður á vegum Kviku eignastýringar, með 16% hlut.“ Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. 3. desember 2021 09:33 Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. 4. febrúar 2021 14:23 Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctic Adventures. Ekki kemur fram til hvaða verkefna Gréta María hverfur en segja má að hún hafi verið á töluverðu flakki í viðskiptalífinu undanfarin ár. Hún sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Krónunnar í maí 2020 eftir framgöngu Festesmanna í hlutabótaumræðunni. Félagið þáði bætur frá ríkinu þrátt fyrir að sjá fram á milljarða hagnað. Það fannst henni ganga gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Gréta vildi sýna. Níu mánuðum síðar tók hún við starfi framkvæmdastjóra nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsrisanum Brimi. Rúmu hálfi áru síðar hafði Gréta María söðlað um en þá tók hún við starfi forstjóra Arctic Adventures sem hún hefur stýrt til dagsins í dag. Í tilkynningunni frá Arctic adventus segir að nýi forstjórinn Ásgeir hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu bæði sem stjórnandi, ráðgjafi, fjárfestingastjóri og stjórnarmaður. „Hann hefur m.a. verið forstjóri VÍS, fjárfestingarstjóri TM, forstöðumaður í fyrirtækjaráðgjöf Kviku og forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Kviku. Ásgeir Baldurs.Aðsend Stjórn Arctic Adventures þakkar Grétu Maríu fyrir hennar mikilvæga framlag fyrir félagið og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásgeir hefur störf á næstu dögum. Um Arctic Adventures: Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Arctic Adventures skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar um allt land. Ársvelta félagsins var um 5,2 milljarðar króna í fyrra. Helstu dótturfélög Arctic Adventures eru Into the Glacier, Lava Tunnel og Your Day Tours. Stærstu hluthafar Arctic Adventures eru fjárfestingafélagið Stoðir með 35% hlut, Icelandic Tourism Fund, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, með 20% hlut og Freyja, framtakssjóður á vegum Kviku eignastýringar, með 16% hlut.“
Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. 3. desember 2021 09:33 Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. 4. febrúar 2021 14:23 Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Gréta María ráðin forstjóri Arctic Adventures Gréta María Grétarsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Arctic Adventures samkvæmt heimildum Innherja. Hún kemur í stað Styrmis Þórs Bragasonar sem lætur af störfum en hann hefur starfað sem forstjóri ferðaþjónustufyrirtæksins frá miðju ári 2019. 3. desember 2021 09:33
Gréta María ráðin framkvæmdastjóri hjá Brimi Gréta María Grétarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Krónunnar, hefur verið ráðin sem framkvæmstastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. 4. febrúar 2021 14:23
Stjórnendur Festar fengu 340 milljónir við uppgjör á kaupréttum Sex lykilstjórnendur smásölukeðjunnar Festar, þar á meðal Jón Björnsson forstjóri, fengu samanlagt um 344 milljónir króna greiddar þegar kaupréttarsamningar þeirra voru gerðir upp fyrr á árinu í tengslum við sölu á keðjunni til N1. 29. ágúst 2018 06:00