Ágúst rekinn og Jökull tekur við Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 13:46 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar en hefur nú verið rekinn. Hér ræðir hann við Jökul Elísabetarson sem nú er tekinn við sem nú hefur hækkað í tign og er orðinn aðalþjálfari. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason hefur verið rekinn úr starfi aðalþjálfara karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta eftir slæmt gengi það sem af er leiktíð í Bestu deildinni. Jökull Elísabetarson, sem verið hefur aðstoðarmaður Ágústs frá því að hann var ráðinn haustið 2021, tekur nú við sem aðalþjálfari. Ágúst stýrði því Stjörnumönnum aðeins í rúmlega eina leiktíð en í fyrra endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Nú er liðið hins vegar í 11. sæti með aðeins þrjú stig eftir sex fyrstu leiki sína. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport „Það er aldrei auðveld ákvörðun að láta menn fara og sannarlega ekki í tilviki Gústa sem tók að sér að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið hefur verið á þar sem miklar breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað og uppbygging þar sem við höfum spilað á mörgum ungum leikmönnum. Sú staða sem er komin upp í byrjun móts þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu er hins vegar ekki ásættanleg og því ákveðum við að stíga þetta skref núna,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Stjörnunni, í fréttatilkynningu. „Ég vil þakka Gústa persónulega fyrir hans framlag og gott og heiðarlegt samstarf sem við höfum átt frá fyrsta degi og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Helgi Hrannarr sem í morgun vildi ekkert tjá sig um þjálfaramál félagsins. Ágúst þakklátur Silfurskeiðinni Í tilkynningu frá Stjörnunni er jafnframt vitnað í Ágúst sjálfan sem segir: „Mig langar að þakka Silfurskeiðinni og öllu Stjörnufólki fyrir minn tíma hjá félaginu og lít stoltur yfir farinn veg. Ég hef ekki fundið annað en stuðning allan þann tíma sem ég hef starfað hjá félaginu og er sannfærður um að liðið mun snúa við taflinu og stíga þau skref sem ég er viss um að leikmannahópurinn getur gert. Ennfremur vil ég þakka þjálfarateyminu og þeim sem standa i kringum liðið, en umgjörðin er í kringum liðið er algerlega einstök.“ Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Jökull Elísabetarson, sem verið hefur aðstoðarmaður Ágústs frá því að hann var ráðinn haustið 2021, tekur nú við sem aðalþjálfari. Ágúst stýrði því Stjörnumönnum aðeins í rúmlega eina leiktíð en í fyrra endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Nú er liðið hins vegar í 11. sæti með aðeins þrjú stig eftir sex fyrstu leiki sína. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport „Það er aldrei auðveld ákvörðun að láta menn fara og sannarlega ekki í tilviki Gústa sem tók að sér að taka þátt í þeirri vegferð sem félagið hefur verið á þar sem miklar breytingar á leikmannahópnum hafa átt sér stað og uppbygging þar sem við höfum spilað á mörgum ungum leikmönnum. Sú staða sem er komin upp í byrjun móts þar sem liðið er í bullandi fallbaráttu er hins vegar ekki ásættanleg og því ákveðum við að stíga þetta skref núna,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs hjá Stjörnunni, í fréttatilkynningu. „Ég vil þakka Gústa persónulega fyrir hans framlag og gott og heiðarlegt samstarf sem við höfum átt frá fyrsta degi og óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Helgi Hrannarr sem í morgun vildi ekkert tjá sig um þjálfaramál félagsins. Ágúst þakklátur Silfurskeiðinni Í tilkynningu frá Stjörnunni er jafnframt vitnað í Ágúst sjálfan sem segir: „Mig langar að þakka Silfurskeiðinni og öllu Stjörnufólki fyrir minn tíma hjá félaginu og lít stoltur yfir farinn veg. Ég hef ekki fundið annað en stuðning allan þann tíma sem ég hef starfað hjá félaginu og er sannfærður um að liðið mun snúa við taflinu og stíga þau skref sem ég er viss um að leikmannahópurinn getur gert. Ennfremur vil ég þakka þjálfarateyminu og þeim sem standa i kringum liðið, en umgjörðin er í kringum liðið er algerlega einstök.“
Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. 10. maí 2023 11:04
Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. 8. maí 2023 21:41
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10