„Ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2023 12:44 Viktor hefur farið í eina skurðaðgerð þegar hann lét lagfæra nefið. Fegrunaraðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og sérfræðingar segja áhyggjuefni að æ yngra fólk virðist leita í slíkar aðgerðir. Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira