„Ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. maí 2023 12:44 Viktor hefur farið í eina skurðaðgerð þegar hann lét lagfæra nefið. Fegrunaraðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og sérfræðingar segja áhyggjuefni að æ yngra fólk virðist leita í slíkar aðgerðir. Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Skurðaðgerðir eru eins og gefur auga leið ekki hættulausar og á dögunum bárust fréttir af því að áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ashten G sem þekkt var fyrir líkindi sín og Kim Kardashian hafi látist eftir hjartaáfall sem hún fékk í kjölfar lýtaaðgerðar. Hjúkrunarfræðingurinn Viktor Heiðdal Andersen hefur undirgengist fegrunaraðgerðir og er ófeiminn að tjá sig um þær. Hann segir að fólk sem kýs að fara í slíkar aðgerðir séu oft ekki nægilega vel upplýst um hætturnar sem geta fylgt. „Örvæntingin spilar oft inn í, þessi pressa um hvernig þú átt að líta út og fólk fer mögulega í einhverja rörsýn og vill bara fara í þessa aðgerð sama hvað. Maður verður líka að horfa á þetta með gagnrúnum augum og margar aðgerðir eru auðvitað áhættusamar,“ segir Viktor sem fór sjálfur í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins átján ára gamall. Þá lét hann setja fylliefni í varirnar á sér og segir að hann hafi ekki stoppað síðan. Hann fer til að mynda reglulega í fylliefnismeðferðir. Fór í varanlega efni og það voru mistök „Ég hef farið í eina skurðaðgerð og það var nefaðgerð fyrir næstum því tíu árum síðan. Annars eru fleiri á leiðinni núna,“ segir Viktor en hann man eftir því sem fimm ára barn að vilja breyta allskonar hlutum við sjálfan sig þegar hann horfði í spegil. Hann vissi alltaf að hann myndi vilja fara í svona aðgerðir.“ Hann segist hafa gert ákveðin mistök í öllu þessu ferli og á þessum tíma og það var þegar hann fékk sér varanleg fyllingarefni. „Ég þarf að fara í aðgerð á næstunni út af þessu og láta fjarlægja þetta. Ég hef verið að fresta henni en og er svolítið stressaður, þar sem ég hef aldrei farið í þannig aðgerð, að laga mistök.“ Fyllingarefni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og Viktor segir mikilvægt að fólk átti sig á því að þau eru ekki hættulaus. „Fyllingarefnin geta blokkerað æð og stoppað blóðflæðið til ákveðinna líkamshluta. Svo er hægt að sting á taug og það gæti lamað vöðvana. Ef þú færð bótox í vitlausa vöðva verður niðurstaðan ekki góð. Það eru fjórir mánuðir síðan ég fór síðast í bótox og ég er farinn að geta hreyft andlitið fullmikið fyrir minn smekk. Ég veit ekki alveg af hverju ég er svona, ég set ekki sömu útlitskröfur á aðra og ég set á sjálfan mig og hef í raun ekki svarið við þessu, af hverju ég fer í svona aðgerðir,“ segir Viktor en hér að ofan má horfa á innslag í Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Ísland í dag Lýtalækningar Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira