Stólarnir unnu fyrsta leikinn með einu stigi á Hlíðarenda en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina í síðustu tveimur einvígum sínum á móti Keflavík í átta liða úrslitum og Njarðvík í undanúrslitum.
Komist Tindastólsliðið í 2-0 verður fær liðið þrjú tækifæri til að tryggja sér titilinn sem liðið missti til Vals í oddaleik í fyrra.
Annar leikur liðanna hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.30.
Síkið hefur verið magnaður heimavöllur fyrir Stólanna í úrslitakeppninni undanfarin ár. Þeir hafa nú unnið ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni.
Það eru alls liðnir rúmir 23 mánuðir síðan að Tindastólsliðið tapaði heimaleik í úrslitakeppninni en það var 18. maí 2021 á móti Keflavík (74-86) í leik tvö í átta liða úrslitum 2021.
Valsmenn búa þó að því að þeir unnu síðasta leik sinn í Síkinu en það var deildarleikur í lok desember á síðasta ári. Valsliðið vann þá sex stiga sigur á Tindastól, 84-78, en sá leikur endaði í framlengingu.
Pavel Ermolinskij var þá ekki tekinn við Tindastólsliðinu en liðið hefur spilað betur og betur með hverjum mánuði undir hans stjórn. Stólarnir hafa unnið fjóra fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni með samtals 96 stigum eða 24 stigum að meðaltali í leik.
Hér fyrr neðan má sjá þessa ótrúlegu sigurgöngu Stólanna í Síkinu.
- Síðustu ellefu heimaleikir Tindastóls í úrslitakeppni
- Undanúrslit 2023
- 41 stigs sigur á Njarðvík (117-76)
- 11 stiga sigur á Njarðvík (97-86)
- Átta liða úrslit 2023
- 18 stiga sigur á Keflavík (97-79)
- 26 stiga sigur á Keflavík (107-78)
- Lokaúrslit 2022
- 2 stiga sigur á Val (97-95)
- 16 stiga sigur á Val (91-75)
- Undanúrslit 2022
- 6 stiga sigur á Njarðvík (89-83)
- 9 stiga sigur á Njarðvík (116-107) í tvíframlengdum leik
- Átta liða úrslit 2022
- 14 stiga sigur á Keflavík (88-85)
- 1 stigs sigur á Keflavík (95-94) í framlengdum leik
- 21 stigs sigur á Keflavík (101-80)
- 7-0 á heimavelli í fyrra
- 4-0 á heimavelli í ár