Til hamingju með Evrópudaginn Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2023 08:02 Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Níundi maí er merkisdagur. Þá fagnar gjörvöll Evrópa friði og einingu í álfunni í áratugi. Dimmur skuggi árásarstríðs Rússa á Úkraínu hvílir þó yfir og er harkaleg áminning um að friðurinn er brothættur og alls ekki sjálfgefinn. Einmitt þennan dag árið 1950 kynnti franski utanríkisráðherrann Robert Schuman yfirlýsingu sem síðan er kennd við hann. Þar er lagður grunnur að náinni samvinnu Evrópuþjóða, sem er nú orðinn að Evrópusambandinu. Óhætt er að fullyrða að með þessum hætti hafi þjóðirnar bundist böndum sem hafa mótað Evrópu friðar og aukinnar hagsældar sem erfitt er að sjá fyrir sér að ella hefði orðið. Friður, eining, mannréttindi og stöðugleiki, ásamt sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum eru meðal margra viðfangsefna sem verður að vinna í sameiningu ef alvöru árangur á að nást. Ekki er hægt að ætlast til þess að aðrir sjái um að varðveita sameiginleg gildi og réttindi eða halda uppi kerfi sem kemur öllum til góða. Það verða allir að leggja sitt af mörkum. Þau grundvallarsannindi kennir sagan af litlu gulu hænunni, en stundum virðast þau sannindi gleymd og grafin. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og á að vera ófeimið við að taka þátt í nánu samstarfi með öðrum ríkjum sem líka eru sjálfstæð og fullvalda. Aðild að Evrópusambandinu er sjálfsagt og eðlilegt skref fyrir Ísland að taka. Það á að treysta þjóðinni til þess að taka þá ákvörðun, en ekki láta stjórnmálaflokkana um að ráða þeirri för. Það verður best gert með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst um að taka upp aðildarviðræður og síðan um aðildarsamning. Kannanir sýna glöggt vaxandi áhuga almennings á að Ísland gangi í Evrópusambandið og mikill meirihluti styður að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta skref. Evrópuhreyfingin var stofnuð fyrir réttu ári til þess að vinna að þeim markmiðum sem að framan er lýst. Hún fagnar því í senn Evrópudeginum og árs afmæli sínu. Evrópuhreyfingin óskar öllum til hamingju með Evrópudaginn og hvetur fólk til að ganga í Evrópuhreyfinguna og skrá sig á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun