Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2023 18:33 Lögreglustöðin Hverfisgötu Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt. Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00