Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2023 18:33 Lögreglustöðin Hverfisgötu Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt. Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Sjá meira
Uppruna málsins má rekja til síðasta haust þegar eiginmaður konunnar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald en brotin eru sögð hafa átt sér stað á meðan eiginmaðurinn, sem er skjólstæðingur lögmannsins, var í einangrun á Hólmsheiði. Neitar sök Nokkur meint brot eru til rannsóknar. Í kæru til lögreglunnar kemur fram að lögmaðurinn hafi misnotað aðstöðu sína gróflega gagnvart eiginkonunni og nýtt sér aðstöðu hennar og andleg veikindi til að hafa við hana samfarir. Lögmaðurinn hefur viðurkennt í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa haft samfarir við konuna fimm til tíu sinnum en neitar því alfarið að hafa nauðgað henni. Lögmaðurinn segir í samtali við fréttastofu að málið snúi annars vegar um margra ára vináttu sem hafi að lokum orðið of náin sem hann segist ekki hreykinn af - og hins vegar um tilraun til fjárkúgunar af hálfu skjólstæðings hans, en þvertekur fyrir misnotkun eða kynferðisbrot. Í kæru eiginmannsins til ríkislögreglustjóra er fullyrt að brot lögmannsins hafi verið skipulögð og af einlægum ásetningi. Lögmaðurinn hafi haft opinbert hlutverk í skjóli málflutningsréttinda sinna sem íslenska ríkið veitir honum, en hafi brugðist því. Í gögnum málsins sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram af hálfu lögmannsins að tölvupóstar og önnur samskipti hafi farið milli hans og vinar eiginmanns konunnar í nokkurn tíma áður en kæran var lögð fram þar sem vinurinn óskar eftir fundi til að ræða framhald málsins, eins og það er orðað. Alvarlegar ásakanir Formaður Lögmannafélags Íslands segir málið alvarlegt, en það var rætt lauslega á stjórnarfundi í morgun. „Við á vettvangi félagsins höfum engar upplýsingar um málið aðrar en þær sem fram hafa komið í fjölmiðlum, en ef rétt reynist er þarna um mjög alvarlegar ásakanir að ræða.“ Auk ásakana um hegningarlagabrot segir formaðurinn náin kynni milli lögmanns og aðstandanda skjólstæðings óeðlileg. „Já algjörlega. Lögmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum og gegna trúnaðarhlutverki gagnvart sínum skjólstæðingi. Þetta eru að mörgu leyti oft á tíðum einstaklingar í viðkvæmri stöðu og þess vegna skiptir máli að öll samskipti séu fagleg.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Lögmennska Tengdar fréttir Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í bílskúr í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Sjá meira
Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. 8. maí 2023 09:00