Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Segir þar að um sé að ræða nauðsynleg próf á búnaði í dælustöðvunum á morgun og hinn. Verða prófanirnar í gangi frá klukkan 10-15 og er sú fyrsta á Skeljanesi á morgun.
Segja Veitur að ekki verði hægt að segja nákvæmlega klukkan hvað neyðarlúgurnar verði opnaðar. Það verði þó innan tímans sem uppgefinn er.
Segir ennfremur í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir því að losunin verði óveruleg. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og segjast Veitur ætla að upplýsa almenning um stöðuna.
Prófunin mun fara fram á eftirfarandi tímum:
9. maí kl. 10-15: Dælustöðin við Skeljanes
10. maí kl. 10-15: Dælustöðin við Faxaskjól