Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Máni Snær Þorláksson skrifar 8. maí 2023 15:20 Leitin bar ekki árangur í morgun en björgunarsveitin er þó ekki búin að gefast upp. Björgunarsveitin Suðurnes Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku. Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku.
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira