Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2023 14:58 Blóðið lak úr höfði Kristófers Acox eftir höggið sem hann fékk frá Adomas Drungilas. VÍSIR/BÁRA Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins. Drungilas og félagar í Tindastóli fögnuðu sigri í fyrsta leik og heldur einvígið áfram annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals mæta í Síkið á Sauðárkróki. Það ætti að skýrast í kvöld eða snemma á morgun hvort Drungilas verði með í þeim leik, en dómaranefnd KKÍ hefur eftir ábendingu nú skoðað brot Drungilas á Kristófer og vísað málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Tindastóll fékk kæruna senda í gær og óskaði eftir frest þar til síðdegis í dag til að skila inn sinni málsvörn, og mun aga- og úrskurðarnefnd svo þurfa að hafa hraðar hendur til að niðurstaða fáist fyrir hádegi á morgun. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu en það kemur þó ekki í veg fyrir að dómaranefnd geti skoðað atvikið og vísað því til aga- og úrskurðarnefndar. Í Körfuboltakvöldi eftir leikinn veltu sérfræðingarnir fyrir sér hvort að ekki hefði átt að reka Drungilas úr húsi. Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 á morgun. Bein útsending úr Síkinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Drungilas og félagar í Tindastóli fögnuðu sigri í fyrsta leik og heldur einvígið áfram annað kvöld þegar Íslandsmeistarar Vals mæta í Síkið á Sauðárkróki. Það ætti að skýrast í kvöld eða snemma á morgun hvort Drungilas verði með í þeim leik, en dómaranefnd KKÍ hefur eftir ábendingu nú skoðað brot Drungilas á Kristófer og vísað málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Tindastóll fékk kæruna senda í gær og óskaði eftir frest þar til síðdegis í dag til að skila inn sinni málsvörn, og mun aga- og úrskurðarnefnd svo þurfa að hafa hraðar hendur til að niðurstaða fáist fyrir hádegi á morgun. Drungilas fékk óíþróttamannslega villu snemma í seinni hálfleik á laugardaginn, eftir að olnbogi hans fór í höfuð Kristófers. Sá síðarnefndi þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Dómarar leiksins skoðuðu atvikið á myndbandi áður en þeir veittu Drungilas óíþróttamannslega villu en það kemur þó ekki í veg fyrir að dómaranefnd geti skoðað atvikið og vísað því til aga- og úrskurðarnefndar. Í Körfuboltakvöldi eftir leikinn veltu sérfræðingarnir fyrir sér hvort að ekki hefði átt að reka Drungilas úr húsi. Atvikið og umræðuna má sjá hér að neðan. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við: „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 á morgun. Bein útsending úr Síkinu hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira