Sá markahæsti í Bestu deildinni fékk verðlaun úti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 09:00 Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson hefur skorað sex mörk í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og var markahæsti leikmaður fyrstu fimm umferða deildarinnar. Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Hann er að raða inn mörkum þessa dagana hér heima á Íslandi en hann er á sama tíma að vinna til verðlauna hinum megin við Atlantshafið. Stefán Ingi kom heim í Breiðablik með bullandi sjálfstraust eftir frábært lokaár með Boston College í bandaríska háskólaboltanum. Stefán Ingi fékk verðlaun um helgina þegar hann var valinn Karlörn ársins en verðlaunin heita „Male Eagle of the Year Award“ úti í Bandaríkjunum. Stefán Ingi var sá karl sem var framúrskarandi íþróttamaður skólaársins en hjá konunum fékk verðlaunin frjálsíþróttakonan Katherine Mitchell. Það er margt sem telur þegar þessi verðlaun eru veitt og ekki aðeins frammistaðan með íþróttaliði skólans. Viðkomandi þarf að hafa unnið sér inn frammistöðuverðlaun, hafa sýnt leiðtogahæfileika, verið hjálpsamur við liðsfélaga, tekið þátt í vinnu í þágu samfélagsins og þá telur einnig góður námsárangur þegar valið er á milli nemanda Boston College skólans. Íþróttafólk Boston College skólans hafa viðurnefnið Ernirnir og er heiti verðlaunanna komið þaðan. Boston College skólinn sagði frá verðlaunum á miðlum sínum og fór þar lofsamlegum orðum um íslenska framherjann. Stefán Ingi var einn af bestu sóknarmönnum Atlantic Coast deildarinnar á árinu 2022 og var valinn í annað úrvalslið ársins. Hann skoraði alls tólf mörk á tímabilinu og fékk alls 25 markastig sem var það besta á hákólaferli hans. Stefán Ingi varð sá fimmti markahæsti í bandaríska háskólaboltanum og í tíunda sæti í markastigum. Hann var markahæstur í Atlantic Coast deildinni og sá þriðji stigahæsti. Alls skoraði hann 28 mörk á ferli sínum í skólanum. Stefán komst þrisvar í náms-úrvalslið vikunnar í deildinni og safnaði pening fyrir brjóstakrabbameinsdeild Newton Wellesley sjúkrahússins. Stefán útskrifast í desember með aðaláherslu á fjármálastjórn. View this post on Instagram A post shared by Boston College Athletics (@bceagles)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira