„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2023 23:00 Hörður Axel verður ekki þjálfari kvennaliðs Keflavíkur á næstu leiktíð. Vísir Hörður Axel Vilhjálmsson segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur gert að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00
Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45