„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. maí 2023 23:00 Hörður Axel verður ekki þjálfari kvennaliðs Keflavíkur á næstu leiktíð. Vísir Hörður Axel Vilhjálmsson segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur gert að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel. Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Síðustu fimmtán árin er Keflavík eina félagið sem Hörður Axel hefur leikið með á Íslandi, með hléum þó þar sem hann lék um hríð sem atvinnumaður. Auk þess að leika með karlaliði félagsins var hann þjálfari kvennaliðsins á nýliðnu tímabili en hann tilkynnti í vikunni að hann haldi á önnur mið fyrir næsta tímabil. „Ánægður, ég er stoltur af því sem ég hef afrekað með Keflavík,“ svaraði Hörður Axel þegar Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður spurði hann að því hvernig hann liti á þennan tíma sinn hjá Keflavík. „Ég er þakklátur fyrir fullt, fullt af fólki sem er búið að standa mér að baki á þessum tíma. Á þessum tíma er ég stoltur af framlagi mínu gagnvart yngri flokka starfinu. Eins og þessar stelpur sem ég er að ganga frá núna, þetta eru stelpur sem ég er búinn að vera með síðan þær voru í grunnskóla.“ „Þessi fundur sem ég átti með þeim er með því erfiðara sem ég hef gert. Að koma upp orðum og reyna að velja einhver rétt orð, það er eiginlega ekki hægt í þessum aðstæðum. Ég mun alltaf verða til staðar ef þær þurfa á mér að halda og hver veit nema ég eigi eftir að þjálfa þær aftur í framtíðinni.“ Á tíma sínum hjá Keflavík hefur Hörður Axel náð að vinna deildarmeistaratitla en hvorki náð að vinna Íslands- né bikarmeistaratitil. „Það vantar. Ég er ekki búinn að ná neinum titlum í Keflavík nema deildarmeistaratitli með karla og kvenna. Á sama tíma þarf maður að horfa í stóru myndina og það er margt annað sem íþróttir gefa þér annað en titla. Ég er í íþróttum núna fyrst og fremst til að gefa til baka og vera sá „mentor“ sem ég fékk ekki þegar ég var að alast upp í íþróttum.“ „Það er það helst sem ég brenn fyrir, að búa til leikmenn og hjálpa til með það. Auðvitað vantar titil, auðvitað væri ég mjög til í að hafa fengið þá upplifun að fá Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil. Þegar maður er aðeins orðinn eldri þá fer maður að hugsa aðeins öðruvísi,“ sagði Hörður Axel.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00 Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið. 5. maí 2023 07:00
Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. 3. maí 2023 17:45