Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. Við fjöllum ítarlega um hina sögulegu krýningarhátíð í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað.

Fuglaflensa hefur leikið íslenska súlustofnin grátt að sögn líffræðings, en stofninn hefur minnkað mikið undanfarin ár. Samkvæmt nýrri rannsókn verður hægt að greina hvaða fuglar hafi fengið flensu með því að kanna lithimnu fuglanna.

Þá fjöllum við um málþing um hina svokölluðu Akureyrarveiki og kergju sem hlaupin er í samskipti Frakklands og Ítalíu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×