Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 12:16 Pavel Ermolinskij og Finnur Freyr Stefánsson þekkja hvorn annan mjög vel Vísir/Samsettmynd Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld. Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira