Búsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi Ása Valdís Árnadóttir og skrifa 6. maí 2023 07:00 Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun