Raunir Knicks-manna taka enda: „Þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2023 08:00 Hörður Unnsteinsson er einn fjölmargra stuðningsmanna New York Knicks á Íslandi. vísir/getty/hulda margrét Eftir miklar raunir og mörg ár af rugli er aftur gaman að halda með New York Knicks. Stuðningsmaður liðsins segir dásamlegt að Knicks sé komið aftur í baráttuna á toppnum í NBA og aðdáendum þyki vænt um þetta harðgerða lið sem hefur spilað svo vel í vetur. Eins og guð gamla testamentisins lagði hin ósegjanlegustu raunir á sinn þjáða lærisvein sinn Job hafa körfuboltaguðirnir kvalið stuðningsmenn New York Knicks með ýmsum kvikindislegum hætti þessa öldina, allt þar til á síðustu árum. Nú er nefnilega aftur kátt í höllinni, sjálfri Madison Square Garden, enda er Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrsta sinn í áratug. Þar er Knicks í miðri rimmu við hið ódrepandi lið Miami Heat og staðan er jöfn, 1-1. Þriðji leikur liðanna fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson, körfuboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports og körfuboltaþjálfari, er einn hinna þjáðu Knicks-stuðningsmanna sem hafa tekið gleði sína á ný eftir þrautagöngu þessarar aldar. Og það er ólíku saman að jafna segir Hörður. „Þetta er ólýsanlega gaman, frábært og stórkostlegt að vera loksins kominn með lið sem gæti slysast inn í úrslitin. Þetta er kannski að gerast fyrr heldur en flestir aðdáendur Knicks bjuggust við. Það er þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu í öll þessi ár,“ sagði Hörður í samtali við Vísi. Áhuginn kviknar aftur Hann segir að Knicks samfélagið á Íslandi sé nokkuð stórt. „Ég held að það séu rosalega margir Knicks-aðdáendur og maður hefur heyrt af hittingum hér og þar um bæinn. Þetta eru menn á mínum aldri eða eldri sem muna eftir Knicks liðunum frá miðjum 10. áratugnum sem hafa haldið áfram að fylgja liðinu og eru að rísa upp eftir að hafa legið í dvala,“ sagði Hörður. Knicks valdi Kanadamanninn RJ Barrett með 3. valrétti í nýliðavalinu 2019. Hann hefur heldur betur reynst liðinu vel.getty/Dustin Satloff Hann segir að ein af ástæðunum fyrir bættum hag Knicks sé hversu vel liðið hefur gert í nýliðavalinu undanfarin ár. „Þaðan hafa komið fimm af þessum níu gæjum sem eru að spila,“ sagði Hörður og vísaði þar til Quientin Grimes, Immanuel Quickley, Mitchell Robinson, Obi Toppin og RJ Barrett. Ófyrirséð stökk Svo er það frelsarinn sjálfur, Jalen Brunson, sem kom til Knicks frá Dallas Mavericks fyrir tímabilið. Hörður segir að enginn hafi búist við því að Brunson yrði jafn góður og hann hefur verið. „Fæstir sáu fyrir þetta mikla stökk sem hann hefur tekið á þessu tímabili. Hann var frábær í úrslitakeppninni í fyrra sem annar valkostur í Dallas-sókninni á eftir Luka Doncic en hann hefur stigið upp á annan stall í vetur. Það sem hefur komið Knicks á þennan stað er í raun hversu góður hann hefur verið,“ sagði Hörður. Leikstjórnandinn Jalen Brunson hefur verið algjör himnasending fyrir Knicks.getty/Elsa Fyrir þremur árum réði Knicks Tom Thibodeau sem er hvað þekktastur sem arkitektinn að vörn Boston Celtics sem varð NBA-meistari 2008 og sem þjálfari grjótharðra Chicago Bulls-liða. Hörður viðurkennir að hann hafi ekkert verið alltof spenntur fyrir ráðningunni á Thibodeau. „Það voru ekki margir sem höfðu trú á Tom Thibodeau eftir erfiðan tíma hjá Minnesota Timberwolves og ég þar með talinn. En hann hefur heldur betur sannað sig,“ sagði Hörður. Aftur til fortíðar Eins og öll Thibs er baráttugleði og öflugur varnarleikur í fyrirrúmi. Og það kitlar nostalgíutaugar þeirra Knicks stuðningsmanna sem ólust upp við hin harðsvíruðu lið Knicks á 10. áratug síðustu aldar. Charles Smith, Patrick Ewing og Charles Oakley voru í alræmdum Knicks-liðum á 10. áratug síðustu aldar.getty/Al Pereira „Nostalgískir Knicks stuðningsmenn elska að sjá harðkjarna vörn á fullu allan tímann og þeir héldu Cleveland Cavaliers í 94 stigum að meðaltali í leik í síðustu umferð sem er fáheyrt í NBA. Þeir hafa fundið einkenni sem aðdáendur tengja við. Það er ótrúlega mikilvægt í svona stórri íþróttaborg eins og New York og í svona höll eins og Madison Square Garden. Það er tenging milli liðsins og stuðningsmannanna.“ Aðhlátursefnið Sú tenging rofnaði enda var Knicks lengi vel aðhlátursefni innan NBA. Ekkert félag dældi jafn miklum peningum í liðið sitt en án árangurs. Frá 2000 og þar til Knicks vann Cleveland í vor náði liðið aðeins einu sinni að vinna einvígi í úrslitakeppninni, gegn Boston Celtics 2012-13. Og um tíma þóttu stuðningsmönnum Knicks himinn höndum hafa tekið bara ef liðið komst í úrslitakeppninni. Það var nefnilega ekki sjálfsagður hluti á mestu ruglárunum. Hörður er þjálfari kvennaliðs KR.vísir/hulda margrét „Fyrsta áratug þessarar aldar var þetta bara grín. Félagið var aðhlátursefni alla eigendatíð James Dolan og þetta var verst í kringum þann tíma þegar Isiah Thomas var með liðið. Svo beið ekki betra þegar Phil Jackson tók við. En það komu góðir tímar eins og 2012-13. Það lið var uppfullt af reynsluboltum og ekki eins sjálfbært og núna þegar kjarninn er ungur. Og það gefur okkur von fyrir framtíðina,“ sagði Hörður. Glugginn er opinn núna Ef eitthvað er samt víst í NBA er það að þú veist aldrei hvenær glugginn lokast og hversu lengi vonin um að vinna Larry O‘Brien bikarinn lifir. Hörður vill að Knicks stefni eins hátt og mögulegt er núna, jafnvel þótt liðið sé ungt og efnilegt. Julius Randle var valinn framfarakóngur NBA fyrir tveimur árum.getty/Elsa „Glugginn er klárlega núna og í sumar á að leitast við að bæta við einhverjum eins og Josh Hart, góðum og traustum leikmanni. Því við erum með ofurstjörnu. Það er Jalen Brunson. Í staðinn fyrir að veðja öllu á ein leikmannaskipti í sumar ætti að fara í smávægilegar og litlar breytingar,“ sagði Hörður. Vonast eftir að bólan springi Sem fyrr sagði stendur rimma Knicks og Heat á jöfnu og þau mætast í þriðja sinn í kvöld. Hörður er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið en veit þó að hið ólseiga lið Miami gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. „Þetta fer eftir heilsu Jimmys Butler. Miami fer bara eins langt og hann fleytir þeim. Vonandi springur þessi Miami bóla en þeir virðast vera ódrepandi. En ef Butler er ekki með fara mínir menn í úrslit Austurdeildarinnar,“ sagði Hörður að lokum. Leikur Miami Heat og New York Knicks hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Eins og guð gamla testamentisins lagði hin ósegjanlegustu raunir á sinn þjáða lærisvein sinn Job hafa körfuboltaguðirnir kvalið stuðningsmenn New York Knicks með ýmsum kvikindislegum hætti þessa öldina, allt þar til á síðustu árum. Nú er nefnilega aftur kátt í höllinni, sjálfri Madison Square Garden, enda er Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrsta sinn í áratug. Þar er Knicks í miðri rimmu við hið ódrepandi lið Miami Heat og staðan er jöfn, 1-1. Þriðji leikur liðanna fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson, körfuboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports og körfuboltaþjálfari, er einn hinna þjáðu Knicks-stuðningsmanna sem hafa tekið gleði sína á ný eftir þrautagöngu þessarar aldar. Og það er ólíku saman að jafna segir Hörður. „Þetta er ólýsanlega gaman, frábært og stórkostlegt að vera loksins kominn með lið sem gæti slysast inn í úrslitin. Þetta er kannski að gerast fyrr heldur en flestir aðdáendur Knicks bjuggust við. Það er þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu í öll þessi ár,“ sagði Hörður í samtali við Vísi. Áhuginn kviknar aftur Hann segir að Knicks samfélagið á Íslandi sé nokkuð stórt. „Ég held að það séu rosalega margir Knicks-aðdáendur og maður hefur heyrt af hittingum hér og þar um bæinn. Þetta eru menn á mínum aldri eða eldri sem muna eftir Knicks liðunum frá miðjum 10. áratugnum sem hafa haldið áfram að fylgja liðinu og eru að rísa upp eftir að hafa legið í dvala,“ sagði Hörður. Knicks valdi Kanadamanninn RJ Barrett með 3. valrétti í nýliðavalinu 2019. Hann hefur heldur betur reynst liðinu vel.getty/Dustin Satloff Hann segir að ein af ástæðunum fyrir bættum hag Knicks sé hversu vel liðið hefur gert í nýliðavalinu undanfarin ár. „Þaðan hafa komið fimm af þessum níu gæjum sem eru að spila,“ sagði Hörður og vísaði þar til Quientin Grimes, Immanuel Quickley, Mitchell Robinson, Obi Toppin og RJ Barrett. Ófyrirséð stökk Svo er það frelsarinn sjálfur, Jalen Brunson, sem kom til Knicks frá Dallas Mavericks fyrir tímabilið. Hörður segir að enginn hafi búist við því að Brunson yrði jafn góður og hann hefur verið. „Fæstir sáu fyrir þetta mikla stökk sem hann hefur tekið á þessu tímabili. Hann var frábær í úrslitakeppninni í fyrra sem annar valkostur í Dallas-sókninni á eftir Luka Doncic en hann hefur stigið upp á annan stall í vetur. Það sem hefur komið Knicks á þennan stað er í raun hversu góður hann hefur verið,“ sagði Hörður. Leikstjórnandinn Jalen Brunson hefur verið algjör himnasending fyrir Knicks.getty/Elsa Fyrir þremur árum réði Knicks Tom Thibodeau sem er hvað þekktastur sem arkitektinn að vörn Boston Celtics sem varð NBA-meistari 2008 og sem þjálfari grjótharðra Chicago Bulls-liða. Hörður viðurkennir að hann hafi ekkert verið alltof spenntur fyrir ráðningunni á Thibodeau. „Það voru ekki margir sem höfðu trú á Tom Thibodeau eftir erfiðan tíma hjá Minnesota Timberwolves og ég þar með talinn. En hann hefur heldur betur sannað sig,“ sagði Hörður. Aftur til fortíðar Eins og öll Thibs er baráttugleði og öflugur varnarleikur í fyrirrúmi. Og það kitlar nostalgíutaugar þeirra Knicks stuðningsmanna sem ólust upp við hin harðsvíruðu lið Knicks á 10. áratug síðustu aldar. Charles Smith, Patrick Ewing og Charles Oakley voru í alræmdum Knicks-liðum á 10. áratug síðustu aldar.getty/Al Pereira „Nostalgískir Knicks stuðningsmenn elska að sjá harðkjarna vörn á fullu allan tímann og þeir héldu Cleveland Cavaliers í 94 stigum að meðaltali í leik í síðustu umferð sem er fáheyrt í NBA. Þeir hafa fundið einkenni sem aðdáendur tengja við. Það er ótrúlega mikilvægt í svona stórri íþróttaborg eins og New York og í svona höll eins og Madison Square Garden. Það er tenging milli liðsins og stuðningsmannanna.“ Aðhlátursefnið Sú tenging rofnaði enda var Knicks lengi vel aðhlátursefni innan NBA. Ekkert félag dældi jafn miklum peningum í liðið sitt en án árangurs. Frá 2000 og þar til Knicks vann Cleveland í vor náði liðið aðeins einu sinni að vinna einvígi í úrslitakeppninni, gegn Boston Celtics 2012-13. Og um tíma þóttu stuðningsmönnum Knicks himinn höndum hafa tekið bara ef liðið komst í úrslitakeppninni. Það var nefnilega ekki sjálfsagður hluti á mestu ruglárunum. Hörður er þjálfari kvennaliðs KR.vísir/hulda margrét „Fyrsta áratug þessarar aldar var þetta bara grín. Félagið var aðhlátursefni alla eigendatíð James Dolan og þetta var verst í kringum þann tíma þegar Isiah Thomas var með liðið. Svo beið ekki betra þegar Phil Jackson tók við. En það komu góðir tímar eins og 2012-13. Það lið var uppfullt af reynsluboltum og ekki eins sjálfbært og núna þegar kjarninn er ungur. Og það gefur okkur von fyrir framtíðina,“ sagði Hörður. Glugginn er opinn núna Ef eitthvað er samt víst í NBA er það að þú veist aldrei hvenær glugginn lokast og hversu lengi vonin um að vinna Larry O‘Brien bikarinn lifir. Hörður vill að Knicks stefni eins hátt og mögulegt er núna, jafnvel þótt liðið sé ungt og efnilegt. Julius Randle var valinn framfarakóngur NBA fyrir tveimur árum.getty/Elsa „Glugginn er klárlega núna og í sumar á að leitast við að bæta við einhverjum eins og Josh Hart, góðum og traustum leikmanni. Því við erum með ofurstjörnu. Það er Jalen Brunson. Í staðinn fyrir að veðja öllu á ein leikmannaskipti í sumar ætti að fara í smávægilegar og litlar breytingar,“ sagði Hörður. Vonast eftir að bólan springi Sem fyrr sagði stendur rimma Knicks og Heat á jöfnu og þau mætast í þriðja sinn í kvöld. Hörður er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið en veit þó að hið ólseiga lið Miami gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. „Þetta fer eftir heilsu Jimmys Butler. Miami fer bara eins langt og hann fleytir þeim. Vonandi springur þessi Miami bóla en þeir virðast vera ódrepandi. En ef Butler er ekki með fara mínir menn í úrslit Austurdeildarinnar,“ sagði Hörður að lokum. Leikur Miami Heat og New York Knicks hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira