Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2023 11:04 Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti er stuðningsmaður Manchester United og Vals. Vísir/Magnús Hlynur Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. Kristján Björnsson er vígslubiskup í Skálholti síðan 2023. Hann fagnar á heimasíðu sinni tilnefningu til endurkjörs. Hann hlaut átján atkvæði og segist hlakka til frekari uppbyggingu í Skálholti nái hann kjöri. Það er alls ekki víst enda fengu tveir aðrir prestar einni tilnefningu meira. Arna Grétarsdóttir fékk hins vegar nítján tilnefningar. Hún er reynslubolti í faginu og meðal annars verið sóknarprestur á Seltjarnarnesi og Reynivöllum í Kjósarhreppi. Dagur Fannar Magnússon, þrítugur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli sem var prestur í Heydölum árin 2020-20201, hlaut líka nítján tilnefningar. Þar vakti hann athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok til að koma boðskap kirkjunnar á framfæri við unga fólkið. Hann birti meðal annars myndband af kraftaverki Jesú, þegar vatni var breytt í vín. „Hjarta mitt brennur fyrir kirkjuna og þjónustu við fólkið. Auðmjúkur tek ég við þessari stóru áskorun sem mér er treyst fyrir og býð mig fram til þjónustu við ykkur,“ segir Dagur Fannar á Facebook. Hann hefur verið í TikTok pásu síðustu misserin. Næstir komu Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson með tólf tilnefningar og Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson með átta. Á tilnefningarskrá voru 135, 67 tilnefndu og alls 71 var tilnefndur. Auðar og ógildar tilnefningar voru 7. Kosningu til vígslubiskups í Skálholti lýkur þann 12. júní. Uppfært: Í fyrri útgáfu var tilnefningatölum Kristjáns og Dags Fannars víxlað. Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Kristján Björnsson er vígslubiskup í Skálholti síðan 2023. Hann fagnar á heimasíðu sinni tilnefningu til endurkjörs. Hann hlaut átján atkvæði og segist hlakka til frekari uppbyggingu í Skálholti nái hann kjöri. Það er alls ekki víst enda fengu tveir aðrir prestar einni tilnefningu meira. Arna Grétarsdóttir fékk hins vegar nítján tilnefningar. Hún er reynslubolti í faginu og meðal annars verið sóknarprestur á Seltjarnarnesi og Reynivöllum í Kjósarhreppi. Dagur Fannar Magnússon, þrítugur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli sem var prestur í Heydölum árin 2020-20201, hlaut líka nítján tilnefningar. Þar vakti hann athygli á samfélagsmiðlinum Tik Tok til að koma boðskap kirkjunnar á framfæri við unga fólkið. Hann birti meðal annars myndband af kraftaverki Jesú, þegar vatni var breytt í vín. „Hjarta mitt brennur fyrir kirkjuna og þjónustu við fólkið. Auðmjúkur tek ég við þessari stóru áskorun sem mér er treyst fyrir og býð mig fram til þjónustu við ykkur,“ segir Dagur Fannar á Facebook. Hann hefur verið í TikTok pásu síðustu misserin. Næstir komu Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson með tólf tilnefningar og Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson með átta. Á tilnefningarskrá voru 135, 67 tilnefndu og alls 71 var tilnefndur. Auðar og ógildar tilnefningar voru 7. Kosningu til vígslubiskups í Skálholti lýkur þann 12. júní. Uppfært: Í fyrri útgáfu var tilnefningatölum Kristjáns og Dags Fannars víxlað.
Þjóðkirkjan Bláskógabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira