Látið fjörðinn í friði Pálmi Gunnarsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun