Grindavík fær mikinn liðsstyrk: „Langt síðan svona stór prófíll hefur komið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:12 DeAndre Kane er með afar spennandi ferilskrá og hefur meðal annars orðið ísraelskur meistari árin 2018 og 2019. UMFG Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur tryggt sér afar öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla en í dag var tilkynnt um samninga við tvo nýja leikmenn. Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu.
UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum