„Ég hef talað mikið við Sölva“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 23:17 Logi Tómasson er með frábæran vinstri fót. Vísir/Hulda Margrét Logi Tómasson hefur spilað mjög vel í fyrstu fimm leikjum Bestu deildarinnar. Hann lagði upp mark í kvöld og var mjög sannfærandi. Bæði sóknarlega og varnarlega. Hann lætur aðra um að dæma um frammistöðu sína. „Ég veit það ekki. Menn verða að dæma um það sjálfir. Ég var solid í þessum leik og hef verið solid í þessum fimm leikjum í upphafi tímabils. Ég er mjög ánægður,“ sagði Logi. Logi spilar sem vinstri bakvörður í grunninn. Sóknarlega fer hann oftar en ekki inn á miðjuna og tekur virkan þátt í spilinu. „Mér finnst það geðveikt. Ég held ég sé búinn að spila þrjár stöður í þessum fimm leikjum. Ég er búinn að vera fimm ár hjá Arnari frá því hann kom fyrst. Þegar maður hefur verið svona lengi hjá Arnari lærir maður mikið. Ég er búinn að spila allar stöður nema markmann og læra vel inn á þær allar. Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Logi. Logi getur ómögulega sagt hvaða staða honum finnst skemmilegust. Varnarleikurinn hefur nýlega fangað hug hans og hjarta. Augljósar bætingar hafa orðið á varnarleik hans. „Mér finnst þær allar skemmtilegar en mér finnst orðið mikið skemmtilegra að verjast í dag. Ég er að reyna bæta mig í varnarleiknum. Það er það eina sem ég er að fókusa á. Svo kemur sóknarleikurinn. Ég er með hann bara í mér,“ sagði Logi. Sölvi Geir Ottesen er einn allra besti varnarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann er nú aðstoðarþjálfari Víkinga og miðlar sinni reynslu til Loga og félaga. „Ég hef talað mikið við Sölva og unnið mikið með honum. Við förum yfir klippur eftir alla leiki og við erum aldrei sáttir. Við förum alltaf yfir mistökin. Það er alltaf hægt að finna litla hluti sem hægt er að laga. Ef maður lagar einn hlut í einu. Þá getur maður bætt sig mikið,“ sagði Logi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
„Ég veit það ekki. Menn verða að dæma um það sjálfir. Ég var solid í þessum leik og hef verið solid í þessum fimm leikjum í upphafi tímabils. Ég er mjög ánægður,“ sagði Logi. Logi spilar sem vinstri bakvörður í grunninn. Sóknarlega fer hann oftar en ekki inn á miðjuna og tekur virkan þátt í spilinu. „Mér finnst það geðveikt. Ég held ég sé búinn að spila þrjár stöður í þessum fimm leikjum. Ég er búinn að vera fimm ár hjá Arnari frá því hann kom fyrst. Þegar maður hefur verið svona lengi hjá Arnari lærir maður mikið. Ég er búinn að spila allar stöður nema markmann og læra vel inn á þær allar. Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Logi. Logi getur ómögulega sagt hvaða staða honum finnst skemmilegust. Varnarleikurinn hefur nýlega fangað hug hans og hjarta. Augljósar bætingar hafa orðið á varnarleik hans. „Mér finnst þær allar skemmtilegar en mér finnst orðið mikið skemmtilegra að verjast í dag. Ég er að reyna bæta mig í varnarleiknum. Það er það eina sem ég er að fókusa á. Svo kemur sóknarleikurinn. Ég er með hann bara í mér,“ sagði Logi. Sölvi Geir Ottesen er einn allra besti varnarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Hann er nú aðstoðarþjálfari Víkinga og miðlar sinni reynslu til Loga og félaga. „Ég hef talað mikið við Sölva og unnið mikið með honum. Við förum yfir klippur eftir alla leiki og við erum aldrei sáttir. Við förum alltaf yfir mistökin. Það er alltaf hægt að finna litla hluti sem hægt er að laga. Ef maður lagar einn hlut í einu. Þá getur maður bætt sig mikið,“ sagði Logi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17