Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
visir-img
Fréttaþulir kvöldfrétta

Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa er skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á önnur börn í grunnskólum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Óvenju stórir skjálftar hafa mælst á svæðinu og hefur lögreglan á Suðurlandi ákveðið að loka veginum að Kötlujökli. Enginn gosórói hefur þó mælst á svæðinu og engar vísbendingar um að hlaup sé hafið undan jöklinum.

Öryggismál og neyðarþjónusta á ferðamannastöðum hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga í kjölfar andláts leiðsögumanns við Gullfoss. Við spjöllum við þjóðgarðsvörð í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Þá kemur Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar í myndver og ræðir um leiðtogafund Norðurlandanna sem fram fór í Helsinki í gær, fjöllum um mikla eftirspurn eftir skíðalyftustólum sem nú eru til sölu og sjáum hve margir mættu á páskaeggjalagersölu.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×