Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 16:09 Teikning listamanns af stjörnunni ZTF SLRN-2020 gleypa gasrisa. International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/M. Garlick/M. Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira