„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 13:30 Stjörnumenn enduðu í 6. sæti Olís-deildar karla og duttu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, 2-0. vísir/hulda margrét Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. „Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
„Það eru kynslóðaskipti hjá okkur. Þetta er hlutur sem við erum búnir að stefna að í á fjórða ár. Þetta er bara partur af því plani. Við ætlum að byrja uppbyggingu með uppöldum Stjörnuleikmönnum,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, aðspurður um breytingar á högum hjá félaginu. TM, sem hefur verið aðalstyrktaraðili Stjörnunnar undanfarin ár, er það ekki lengur og það skilur eftir sig stórt gat sem þarf að fylla. Pétur segir erfitt að fá fyrirtæki í lið með sér. „Engum dylst að umhverfið í fjármálum þjóðarinnar er þannig að það er æ erfiðara að fá fyrirtæki til að styrkja íþróttafélög. Stærstu bremsurnar eru tvær; verðbólgan og stýrivextirnir og svo rosalega óvissa í kjaramálum starfsmanna fyrirtækja. Það er allt að fara í háaloft. Eðlilega halda fyrirtæki að sér höndum í svona ástandi.“ Pétur segir að nú standi yfir endurskoðun á samningi þeirra leikmanna sem eru með þar til gerð ákvæði. „Við sögðum ekki upp neinum samningum en að óskum leikmanna eru oft gluggar í samningum þar sem menn geta tekið stöðuna, hvort þeir vilji vera áfram eða fara í önnur lið. Þessi gluggi er á báða vegu og samtalið er sjálfsögðu tekið á báða vegu. En þeir sem eru með samning, þeir eru óuppsegjanlegir og algjörlega látnir í friði,“ sagði Pétur. Hann segir viðbúið að breytingar verði á leikmannahópum handboltaliða Stjörnunnar í sumar. „Bæði karla- og kvennamegin erum við með mikið af eldri leikmönnum sem eru hreinlega að hætta. Óhjákvæmilega verða breytingar,“ sagði Pétur. Stjarnan nýtur ekki lengur stuðnings TM.vísir/snædís Hann segir að leitin að nýjum aðalstyrktaraðila standi nú yfir. „Það er allt í stöðugri skoðun en svoleiðis mál ganga hægt vegna umhverfisins. Einhvern tímann finnum við einhvern. Íþróttir eru bara þannig. Við erum með verkefni sem við þurfum að leysa,“ sagði Pétur. En þarf Stjarnan að ráðast í niðurskurð? „Já, missandi aðalstyrktaraðilann segir það sig sjálft að við þurfum að bregðast við. Ef við finnum einhvern nýjan fljótlega verður staðan tekin upp á nýtt en við getum ekki haldið óbreytt áfram miðað við að missa aðalstyrktaraðilann. Það væri óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna,“ svaraði Pétur. Hann segir þessu tengt að Stjarnan muni ekki gera sig jafn gildandi á félagaskiptamarkaðnum og oft áður. „Nei, við verðum ekki svona grimmir eins og Valur, Afturelding, ÍBV eða FH. Það er deginum ljósara. Við erum ekki að fara að leysa til okkar einhverja landsliðsmenn,“ sagði Pétur að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira