Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2023 22:37 NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. EPA/STEPHANIE LECOCQ Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. David Cattler, yfirmaður leyniþjónustumála hjá Atlantshafsbandalaginu, sagði frá þessu í dag og sagði áhyggjur af mögulegum skemmdarverkum Rússa hafa aukist. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hafa verið að birta þætti í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa og var þar meðal annars greint frá því að þeir starfræktu dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Sjá einnig: Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Cattler sagði í dag að Rússar hefðu ekki verið svo virkir í Atlantshafinu, Norðursjó og Eystrasalti um árabil og vísaði hann meðal annars til þessara njósnaskipa. Hann sagði þó að fylgst væri með þeim. Cattler varaði við því að andstæðingar NATO hefðu áttað sig á því að þeir gætu ógnað hagsmunum aðildarríkja bandalagsins með því að vinna skemmdir á innviðum sem snúa að orku og internetinu. Fjármálakerfi Vesturlanda væri til dæmis mjög háð netinu en sæstrengir eru þar gífurlega mikilvægir. Forsvarsmenn NATO hafa aukið eftirlit í Norðursjó og á Eystrasalti eftir að Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar með sprengingum í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. Hans-Werner Wiermann, þýskur herforingi sem leiðir þessa deild, tók undir það með Cattler í dag að hættan væri raunveruleg. Þeir sögðu hana einnig geta beinst að vindorkuverum á Norðurhafi en hægt væri að draga úr hættunni með því að tengja slík orkuver til lands með fleiri en einum kapli. NATO Sæstrengir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
David Cattler, yfirmaður leyniþjónustumála hjá Atlantshafsbandalaginu, sagði frá þessu í dag og sagði áhyggjur af mögulegum skemmdarverkum Rússa hafa aukist. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hafa verið að birta þætti í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa og var þar meðal annars greint frá því að þeir starfræktu dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Sjá einnig: Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Cattler sagði í dag að Rússar hefðu ekki verið svo virkir í Atlantshafinu, Norðursjó og Eystrasalti um árabil og vísaði hann meðal annars til þessara njósnaskipa. Hann sagði þó að fylgst væri með þeim. Cattler varaði við því að andstæðingar NATO hefðu áttað sig á því að þeir gætu ógnað hagsmunum aðildarríkja bandalagsins með því að vinna skemmdir á innviðum sem snúa að orku og internetinu. Fjármálakerfi Vesturlanda væri til dæmis mjög háð netinu en sæstrengir eru þar gífurlega mikilvægir. Forsvarsmenn NATO hafa aukið eftirlit í Norðursjó og á Eystrasalti eftir að Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar með sprengingum í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. Hans-Werner Wiermann, þýskur herforingi sem leiðir þessa deild, tók undir það með Cattler í dag að hættan væri raunveruleg. Þeir sögðu hana einnig geta beinst að vindorkuverum á Norðurhafi en hægt væri að draga úr hættunni með því að tengja slík orkuver til lands með fleiri en einum kapli.
NATO Sæstrengir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent