Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 með Tuma. Tumi. Kvöldfréttir. Kolbeinn Tumi Daðason.

Leiðtogar Norðurlandanna hétu Úkraínuforseta auknum stuðningi á sögulegum fundi þeirra í Helsinki í dag. Enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Heimir Már og Einar Árnason myndatökumaður okkar eru í Helsinki og gera upp viðburðaríkan dag í finnsku höfuðborginni.

Nærri helmingur fólks á vinnumarkaði á erfitt með að ná endum saman og fjölgar nokkuð í hópnum á milli ára. Þetta sýnir könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Vörðu ræðir niðurstöðurnar í fréttum okkar og við ræðum við móður sem er í sjokki yfir stöðunni á leigumarkaði. Hún var að selja íbúð sína til að geta aðstoðað dóttur sína við að eiga þak yfir höfuð sitt.

Lögregla hefur ekki útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða þegar kviknaði í húsnæði í Drafnarslippnum í Hafnarfirði. Verið er að kanna hvort rafmagn hafi verið á húsinu.

Við kynnum okkur umdeild veggspjöld í Kópavogi, óvissu í jarðgangnagerð hér á landi og verðum við opnun Hönnunarmars, já Hönnunarmars þótt kominn sé maí.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×