„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:55 Spurningin um meint banatilræði Úkraínumanna á hendur Pútín er sú eina sem Selenskí svaraði á ensku á blaðamannafundinum með leiðtogum Norðurlanda. Vísir/Einar Árnason Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. Þetta er meðal þess sem fram kom á sameiginlegum blaðamannafundi forsetans með leiðtogum Norðurlandanna á blaðamannafundi í Helsinki nú fyrir skemmstu. Þar var Selenskí spurður út í málið. Rússnesk stjórnvöld segja þau úkraínsku bera ábyrgð á tveimur drónum sem flogið var á Kreml í Moskvu í morgun og sprungu í loft upp. Þau segja að um hryðjuverkaárás sé að ræða og áskilja sér rétt til hefnda. „Ég get endurtekið þessi skilaboð og ég vil að þetta sé á kristaltæru,“ sagði Selenskí á fundinum nú síðdegis og var þetta eina spurningin sem hann svaraði á ensku en ekki á úkraínsku. „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu. Við berjumst innan okkar eigin landamæra. Við erum að verja þorpin okkar og borgirnar okkar.“ Segir forsetinn að úkraínsk stjórnvöld hafi einfaldlega ekki úr meira fjármagni að moða. Það hafi því augljóslega ekki verið á færi úkraínskra stjórnvalda að framkvæma þá árás sem framin hafi verið í morgun. „Við réðumst ekki á Pútín og við munum leyfa herdómstólum að úrskurða um þetta.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á sameiginlegum blaðamannafundi forsetans með leiðtogum Norðurlandanna á blaðamannafundi í Helsinki nú fyrir skemmstu. Þar var Selenskí spurður út í málið. Rússnesk stjórnvöld segja þau úkraínsku bera ábyrgð á tveimur drónum sem flogið var á Kreml í Moskvu í morgun og sprungu í loft upp. Þau segja að um hryðjuverkaárás sé að ræða og áskilja sér rétt til hefnda. „Ég get endurtekið þessi skilaboð og ég vil að þetta sé á kristaltæru,“ sagði Selenskí á fundinum nú síðdegis og var þetta eina spurningin sem hann svaraði á ensku en ekki á úkraínsku. „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu. Við berjumst innan okkar eigin landamæra. Við erum að verja þorpin okkar og borgirnar okkar.“ Segir forsetinn að úkraínsk stjórnvöld hafi einfaldlega ekki úr meira fjármagni að moða. Það hafi því augljóslega ekki verið á færi úkraínskra stjórnvalda að framkvæma þá árás sem framin hafi verið í morgun. „Við réðumst ekki á Pútín og við munum leyfa herdómstólum að úrskurða um þetta.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45
Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02
Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12