„Barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi“ Íris Hauksdóttir skrifar 3. maí 2023 16:00 Þær Ingileif og María Rut gefa út barnabók í fæðingarorlofinu. aðsend Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir eignuðust dóttur á dögunum en fyrir eiga þær tvo drengi. Samhliða barnauppeldi og framkvæmdum innan heimilisins sem þær eru virkar að sýna frá á samfélagsmiðlum hafa þær nú gefið út sína aðra barnabók. Bókin, Úlfur og Ylfa – Ævintýradagurinn er skrifaður af þeim báðum og gefin út hjá Sölku en Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar myndirnar sem prýða bókina. Fagna fjölbreytileikanum Báðar hafa þær Ingileif og María Rut verið framarlega í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks á Íslandi en þær halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikann. Bókin er sú fyrsta um Úlf og Ylfu sem lesendur eiga eftir að kynnast nánar í framtíðinni. Úlfur, önnur söguhetja bókarinnar, á tvær mömmur en mikilvægt er fyrir börn að geta speglað sig í sögunum sem lesnar eru fyrir þau og munu aðrar bækur um Úlf og Ylfu einnig fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka. Úlfur, önnur söguhetja bókarinnar, á tvær mömmur.aðsend „Eftir að hafa ítrekað rekið okkur á það að barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi ákváðum við að okkur langaði að bæta úr því,“ segir Ingileif og heldur áfram. „Það er ekki bara okkar fjölskylduform sem endurspeglast ekki í barnabókum, heldur einnig fjölbreytileiki fjölda barna þarna úti þegar kemur að kynhneigð, kynvitund, uppruna, útliti, áhugamálum og fjölskyldumynstri. Okkur langaði því að skrifa bækur sem búa til pláss fyrir öll börn til að vera nákvæmlega eins og þau eru.“ Ingileif og María hafa áður sent frá sér barnabókina Vertu þú! Litríkar sögur af fjölbreytileikanum sem fékk frábærar viðtökur hjá lesendum. Hinsegin Börn og uppeldi Bókmenntir Tengdar fréttir María Rut og Ingileif eignuðust dóttur Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, hafa eignast stúlku 4. apríl 2023 15:02 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Bókin, Úlfur og Ylfa – Ævintýradagurinn er skrifaður af þeim báðum og gefin út hjá Sölku en Auður Ýr Elísabetardóttir teiknar myndirnar sem prýða bókina. Fagna fjölbreytileikanum Báðar hafa þær Ingileif og María Rut verið framarlega í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks á Íslandi en þær halda úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikann. Bókin er sú fyrsta um Úlf og Ylfu sem lesendur eiga eftir að kynnast nánar í framtíðinni. Úlfur, önnur söguhetja bókarinnar, á tvær mömmur en mikilvægt er fyrir börn að geta speglað sig í sögunum sem lesnar eru fyrir þau og munu aðrar bækur um Úlf og Ylfu einnig fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð í skemmtilegum sögum fyrir hressa krakka. Úlfur, önnur söguhetja bókarinnar, á tvær mömmur.aðsend „Eftir að hafa ítrekað rekið okkur á það að barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi ákváðum við að okkur langaði að bæta úr því,“ segir Ingileif og heldur áfram. „Það er ekki bara okkar fjölskylduform sem endurspeglast ekki í barnabókum, heldur einnig fjölbreytileiki fjölda barna þarna úti þegar kemur að kynhneigð, kynvitund, uppruna, útliti, áhugamálum og fjölskyldumynstri. Okkur langaði því að skrifa bækur sem búa til pláss fyrir öll börn til að vera nákvæmlega eins og þau eru.“ Ingileif og María hafa áður sent frá sér barnabókina Vertu þú! Litríkar sögur af fjölbreytileikanum sem fékk frábærar viðtökur hjá lesendum.
Hinsegin Börn og uppeldi Bókmenntir Tengdar fréttir María Rut og Ingileif eignuðust dóttur Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, hafa eignast stúlku 4. apríl 2023 15:02 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
María Rut og Ingileif eignuðust dóttur Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, hafa eignast stúlku 4. apríl 2023 15:02