Finnur Freyr hreinskilinn: Mér finnst við búnir að vera lélegir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2023 11:30 Finnur Freyr Stefánsson ræðir við Kristófer Acox í leiknum á Hlíðarenda í gær. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla á sjö tímabilum sem þjálfari í úrvalsdeild karla og nú er hann kominn einu skrefi nær þeim sjöunda. Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Finnur Freyr hefur gert Valsliðið að Íslandsmeisturum, bikarmeisturum og deildarmeisturum á einu ári og nú er Hlíðarendaliðið komið aftur í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Finnur mætti á háborðið í Körfuboltakvöldi eftir sigurinn á Þór í oddaleik undanúrslitanna í gærkvöldi og Kjartan Atli Kjartansson fékk hann meðal annars til að meta frammistöðu Valsliðsins í úrslitakeppninni til þessa. „Mér líður bara vel. Strax farinn að hugsa um næstu seríu. Það er stutt þessi gleði eftir þessa seríu, sérstaklega þegar maður er kominn í oddaleik og veit að það er stutt í næstu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hreinskilinn þjálfari Valsmenn hafa tapað fyrsta leik í báðum einvígum og voru lentir 2-0 undir í undanúrslitaeinvíginu á móti Þór. Liðið kom hins vegar til baka og spilar til úrslita við Tindastól annað árið í röð. En hvaða einkunn fær Valsliðið frá þjálfara sínum fyrir spilamennskuna í úrslitakeppninni til þessa? „Mér finnst við vera búnir að vera lélegir heilt yfir ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Finnur Freyr. „Okkur líður þannig og ég held að sjálfstraustið í liðinu var þannig að við vorum skrýtnir. Það var eitthvað hik á okkur og við vorum að ofhugsa hlutina of mikið fannst mér,“ sagði Finnur. Ekki að vera of mikill þjálfari „Það er ekki fyrr en við förum aðeins að láta vaða á þetta og ég kannski að sleppa tökunum. Leyfa þeim að fá að gera sitt. Ég tek þessa tvo fyrstu leiki í þessari seríu á mig fyrir að vera flækja hlutina og reyna að vera einhver of mikill þjálfari,“ sagði Finnur. „Stundum verður maður að treysta á það sem maður hefur og treysta á það sem við erum búnir að vera að gera. Í staðinn að ætla að fara að umbylta öllu til þess að spila á móti einhverjum einum, tveimur leikmönnum eða á móti liðum þá þurfum við bara að treysta á okkar. Það fannst mér stærsti munurinn í breytingunni hjá okkur,“ sagði Finnur. Stólarnir besta liðið í úrslitakeppninni Hvað sér hann í Stólunum sem mæta Valsmönnum í úrslitaeinvíginu? „Bara besta liðið í úrslitakeppninni hingað til. Frábær stemmning, stórkostlegt lið og lið þar sem Pavel [Ermolinskij, þjálfari Tindastóls] er búinn að fá til að ná sínu potentíal. Þeir eru búnir að vera með frábæran mannskap í allan vetur en voru með þjálfara sem var að reyna að flækja hlutina of mikið,“ sagði Finnur. „Pavel er búinn að gera það sem hann gerir best. Fara inn í lið og kreista það besta út úr öllum,“ sagði Finnur. Það má horfa á allt viðtalið við Finn Frey hérna fyrir neðan. Klippa: Finnur Freyr í Körfuboltakvöldi eftir oddaleikinn
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira