„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2023 07:57 Carlson var látin fara frá Fox í apríl en hefur þegar boðað endurkomu sína. Á hvaða vettvangi er óljóst. AP/Richard Drew Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka. Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en í skilaboðunum lýsir Carlson tilfinningum sínum og hugsunum þegar hann horfði á myndskeið þar sem nokkrir stuðningsmenn Trump umkringdu og lúbörðu dreng, sem Carlson segir hafa tilheyrt andfasísku Antifa-hreyfingunni. „Þetta voru, að minnsta kosti, þrír gegn einum,“ segir Carlson um myndskeiðið í skilaboðunum. „Að ráðast gegn manni með þeim hætti er augljóslega ekki heiðursmannlegt. Það er ekki þannig sem hvítir menn slást. En skyndilega upplifði ég mig halda með múgnum gegn manninum, ég vonaði að þeir myndu berja hann fastar, drepa hann. Mig langaði virkilega að þeir meiddu krakkann. Ég fann bragðið af því.“ Carlson segist svo hafa rankað við sér; áttað sig á því að þetta væri ekki í lagi. Hann væri að verða eitthvað sem hann vildi ekki verða. Krakkinn væri manneskja, hversu mikið sem Carlson fyrirliti afstöðu hans. A text message sent by Tucker Carlson that set off a panic at the highest levels of Fox on the eve of its billion-dollar defamation trial showed its most popular host sharing his private, inflammatory views about violence and race. https://t.co/trlp6zlPjL pic.twitter.com/vv68FaLhm8— The New York Times (@nytimes) May 3, 2023 New York Times hefur eftir heimildarmönnum að þegar forsvarsmenn Fox hefðu fengið vitneskju um skilaboðin hefðu þeir strax haft áhyggjur af því að þau yrðu gerð opinber í dómsmálinu sem Dominion Voting Systems höfðaði gegn sjónvarpsstöðinni vegna lyga um svindl í forsetakosningunum 2020. Ákveðið var að fá utanaðkomandi aðila til að rannsaka Carlson en skilaboðin og fleiri innanhúsmál sem tengdust sjónvarpsmanninum hefðu orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins mátu það sem svo að þrátt fyrir svimandi háar áhorfstölur fylgdu Carlson meiri vandamál en virði. Skilaboðin voru meðal gagna sem voru birt í tengslum við dómsmálið en höfðu verið máð út. New York Times og fleiri miðlar hafa hvatt dómara til að birta öll þau skilaboð sem voru máð út í málsgögnunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Fjölmiðlar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira