Kristján: Eigum að klára leikinn í upphafi seinni hálfleiks Kári Mímisson skrifar 2. maí 2023 21:52 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“ Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sjá meira
„Að ákveðnu leyti er maður bara glaður og feginn að við náðum að skora eitt mark hér í kvöld. Við erum reyndar með stjórn á leiknum allan tímann og eigum í raun að klára hann í upphafi seinni hálfleiks. Það kemur tíu mínútna kafli þá þar sem við hefðum átt að skora annað mark. Það gekk ekki og þá þurftum við að vera aðeins á tánum og vinna vel til baka sem mér fannst leikmennirnir gera bara mjög vel.“ Sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði ekki öðru marki hér í dag og því voru Eyjakonur alltaf inn í leiknum. Var ekkert farið að fara um þjálfaran? „Það fór ekki þannig séð mikið um mig en ég þurfti að kalla mikið í þær til að halda þeim á tánum og til þess að þær myndu klára þennan leik. Þær voru búnar að gera þetta vel og kláruðu þetta að lokum. Kannski þurftu þær ekkert á mér að halda þarna.“ Kristján tók Anítu Ýr útaf í hálfleik sem hafði verið frábær. Í hennar stað kom Snædís María Jörundsdóttir sem átti sömuleiðis mjög góðan dag. Afhverju tókstu Anítu út af? „Aníta er bara að koma til baka eftir meiðsli sem hún er búin að vera að standa í. Það er einfaldlega ástæðan. Hún spilaði 20 mínútur seinast og núna er hún í 45 mínútum. Það þarf bara að stjórna álaginu á henni núna þegar hún er að koma til baka. Hún missti af öllum vetrinum og þetta kemur bara hægt og bítandi. “ Sóknarleikur Stjörnunnar breyttist eftir skiptinguna og varð beinskeyttari með Snædísi. Má segja að hún gefi ykkur aðeins meiri vídd fram á við? „Við breytum uppspilinu í sóknarleiknum við skiptinguna í hálfleiknum. Þá koma aðeins öðruvísi færslur á framherjan og allt öðruvísi áherslur fyrir hægri kantinn enda ólíkir leikmenn sem koma inn. Snædís fékk færi í dag og við vorum búin að semja um það að hún myndi skora en hún á það þá bara inn. Það þurfti ekki í dag.“
Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. 2. maí 2023 21:44