Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 1-0 | Gunnhildur Yrsa tryggði Stjörnunni fyrsta sigurinn Kári Mímisson skrifar 2. maí 2023 21:44 Gunnhildur Yrsa reyndist hetja Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. Stjarnan tapaði fyrir Þór/KA í 1. umferð á meðan ÍBV lagði Selfoss á sama tíma. Stjarnan er því komið á blað á með sigrinum í dag. Leikurinn fór hægt af stað í dag. Til að byrja með lágu leikmenn ÍBV til baka og reyndu að refsa með skyndisóknum á meðan Stjarnan hélt meira í boltann og reyndi að þræða sig í gegnum þétta vörn ÍBV. Á 31. mínútu dró hins vegar til tíðinda. Gyða Kristín fékk boltann á hægri kantinum og fann Gunnhildi Yrsu sem átti frábært hlaup inn á teyginn og náði að koma boltanum fram hjá Guðnýju í markinu. Langþráð mark heimakvenna sem höfðu átt í vandræðum með að finna netið í undanförnum leikjum. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Stjörnunni sem hafði öll tök á leiknum í hendi sér. Fyrri hálfleikurinn var nánast eingöngu leikinn á vallarhelmingi ÍBV sem varðist þó vel og sýndi stöku sinnum að liðið gæti ógnað með föstum leikatriðum og hröðum sóknum. Seinni hálfleikur byrjaði alveg eins og sá fyrri. ÍBV voru þéttar til baka og á meðan Stjarnan stýrði leiknum. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum sóttu gestirnir í sig veðrið og færðu sig ofar á völlinn og fengu þó nokkur hálf tækifæri til að jafna leikinn. Holly Taylor Oneill var helsta ógn ÍBV fram á við og náði nokkrum sinnum að skapa usla fyrir vörn Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan átti sigurinn skilið. Liðið var miklu betra og náði að skora þetta eina mark sem skildi liðin að. ÍBV átti ekkert alvöru færi og fyrir utan síðustu tíu mínúturnar var liðið aldrei líklegt til að skora. Hverjar stóðu upp úr? Hjá heimakonum var það Gunnhildur Yrsa sem dró vagninn. Aníta Ýr átti frábæran fyrri hálfleik en var tekin út af fyrir Snædísi Maríu sem átti mjög góða innkomu. Hjá gestunum var það Caeley Michael Lordemann sem átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í vandræðum með að skapa sér færi í dag. Leikurinn var lokaður og þó svo að Stjarnan hafi stýrt leiknum þá var fátt um góð marktækifæri. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í Laugardalinn og mætir Þrótti í stórleik næstu umferðar. Leikurinn hefst klukkan 19:15 miðvikudaginn 10. maí. ÍBV mætir Þór/KA á Hásteinsvelli næsta sunnudag klukkan 14:00. Todor: Var bara allt eða ekkert í dag hjá okkur Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Mynd/ÍBV „Það er erfitt að segja að maður sé ánægður eftir tap hér í dag. Þegar ég horfi samt nánar í leikinn get ég sagt að ég er mjög stoltur af stelpunum. Í mínum augum hafa þær staðið sig ótrúlega vel. Við gerðum ein mistök sem var refsað fyrir og á þessu getustigi þá er gerist svoleiðis.“ Sagði Todor Hristov, þjálfari ÍBV, eftir tapið í dag.“ Holly Taylor Oneill átti ágætis rispu undir lokin og hefði með smá heppni getað náð í stig fyrir gestina. Hvað þótti þjálfaranum um þessar loka mínútur? „Ég var ekki í besta sjónarhorninu en mér fannst Holly hafa átt að skjóta þarna en ekki senda boltann. Þetta var ekki eigingjarnt hjá henni en ég sá boltann í netinu.“ Lið ÍBV lá lengst af leiknum til baka og reyndi að beita skyndisóknum en undir lokin þá gaf liðið í, lagði smá auka skotpúður í sóknarleikinn. Höfðuð þið mátt gera það fyrr? „Það var bara allt eða ekkert í dag hjá okkur. Þetta var krefjandi og mikil hlaup. Að gera þetta í 2x 45 mínútur er ógeðslega erfitt. Þú borgar einhvers staðar þegar þú tekur svona áhættur.“ Marinella Panayiotou lék sinn fyrsta leik í kvöld fyrir lið ÍBV þegar hún kom inn á í seinni hálfleik. Hvað þótti þjálfaranum um frammistöðu þessa kýpverska framherja? „Ég held að hún geti meira en það sem hún sýndi hér í dag en þetta var bara hennar fyrsti leikur. Hún var bara búin að taka eina æfingu með okkur fyrir leikinn í dag og mér fannst hún gera sitt besta og vera fín í leiknum.“ Besta deild kvenna ÍBV Stjarnan
Stjarnan lagði ÍBV í 2. umferð Bestu deildar kvenna 1-0 í kvöld. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. Stjarnan tapaði fyrir Þór/KA í 1. umferð á meðan ÍBV lagði Selfoss á sama tíma. Stjarnan er því komið á blað á með sigrinum í dag. Leikurinn fór hægt af stað í dag. Til að byrja með lágu leikmenn ÍBV til baka og reyndu að refsa með skyndisóknum á meðan Stjarnan hélt meira í boltann og reyndi að þræða sig í gegnum þétta vörn ÍBV. Á 31. mínútu dró hins vegar til tíðinda. Gyða Kristín fékk boltann á hægri kantinum og fann Gunnhildi Yrsu sem átti frábært hlaup inn á teyginn og náði að koma boltanum fram hjá Guðnýju í markinu. Langþráð mark heimakvenna sem höfðu átt í vandræðum með að finna netið í undanförnum leikjum. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Stjörnunni sem hafði öll tök á leiknum í hendi sér. Fyrri hálfleikurinn var nánast eingöngu leikinn á vallarhelmingi ÍBV sem varðist þó vel og sýndi stöku sinnum að liðið gæti ógnað með föstum leikatriðum og hröðum sóknum. Seinni hálfleikur byrjaði alveg eins og sá fyrri. ÍBV voru þéttar til baka og á meðan Stjarnan stýrði leiknum. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum sóttu gestirnir í sig veðrið og færðu sig ofar á völlinn og fengu þó nokkur hálf tækifæri til að jafna leikinn. Holly Taylor Oneill var helsta ógn ÍBV fram á við og náði nokkrum sinnum að skapa usla fyrir vörn Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan átti sigurinn skilið. Liðið var miklu betra og náði að skora þetta eina mark sem skildi liðin að. ÍBV átti ekkert alvöru færi og fyrir utan síðustu tíu mínúturnar var liðið aldrei líklegt til að skora. Hverjar stóðu upp úr? Hjá heimakonum var það Gunnhildur Yrsa sem dró vagninn. Aníta Ýr átti frábæran fyrri hálfleik en var tekin út af fyrir Snædísi Maríu sem átti mjög góða innkomu. Hjá gestunum var það Caeley Michael Lordemann sem átti frábæran leik í hjarta varnarinnar. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í vandræðum með að skapa sér færi í dag. Leikurinn var lokaður og þó svo að Stjarnan hafi stýrt leiknum þá var fátt um góð marktækifæri. Hvað gerist næst? Stjarnan fer í Laugardalinn og mætir Þrótti í stórleik næstu umferðar. Leikurinn hefst klukkan 19:15 miðvikudaginn 10. maí. ÍBV mætir Þór/KA á Hásteinsvelli næsta sunnudag klukkan 14:00. Todor: Var bara allt eða ekkert í dag hjá okkur Todor Hristov, þjálfari ÍBV.Mynd/ÍBV „Það er erfitt að segja að maður sé ánægður eftir tap hér í dag. Þegar ég horfi samt nánar í leikinn get ég sagt að ég er mjög stoltur af stelpunum. Í mínum augum hafa þær staðið sig ótrúlega vel. Við gerðum ein mistök sem var refsað fyrir og á þessu getustigi þá er gerist svoleiðis.“ Sagði Todor Hristov, þjálfari ÍBV, eftir tapið í dag.“ Holly Taylor Oneill átti ágætis rispu undir lokin og hefði með smá heppni getað náð í stig fyrir gestina. Hvað þótti þjálfaranum um þessar loka mínútur? „Ég var ekki í besta sjónarhorninu en mér fannst Holly hafa átt að skjóta þarna en ekki senda boltann. Þetta var ekki eigingjarnt hjá henni en ég sá boltann í netinu.“ Lið ÍBV lá lengst af leiknum til baka og reyndi að beita skyndisóknum en undir lokin þá gaf liðið í, lagði smá auka skotpúður í sóknarleikinn. Höfðuð þið mátt gera það fyrr? „Það var bara allt eða ekkert í dag hjá okkur. Þetta var krefjandi og mikil hlaup. Að gera þetta í 2x 45 mínútur er ógeðslega erfitt. Þú borgar einhvers staðar þegar þú tekur svona áhættur.“ Marinella Panayiotou lék sinn fyrsta leik í kvöld fyrir lið ÍBV þegar hún kom inn á í seinni hálfleik. Hvað þótti þjálfaranum um frammistöðu þessa kýpverska framherja? „Ég held að hún geti meira en það sem hún sýndi hér í dag en þetta var bara hennar fyrsti leikur. Hún var bara búin að taka eina æfingu með okkur fyrir leikinn í dag og mér fannst hún gera sitt besta og vera fín í leiknum.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti