Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Vísað á dyr með fölsuð skilríki Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 20:21 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistaranna. VÍSIR/VILHELM Íslands- og bikarmeistarar Vals áttu ekki í teljandi vandræðum með að vinna spræka nýliða FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik. Það fyrra kom eftir skelfileg mistök í vörn FH og það seinna eftir að hún slapp ein gegn markverði, eftir stungusendingu Elísu Viðarsdóttur í gegnum framliggjandi vörn gestanna. Valur er því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína, gegn Breiðabliki og FH, en FH er enn í leit að sínum fyrstu stigum eftir að hafa tapað 4-1 fyrir Þrótti í fyrsta leik. Draumabyrjun Fanneyjar Ingu FH-ingar mega vera svekktir með að hafa misst leikinn frá sér í fyrri hálfleik. Liðið sýndi oft góða takta og skapaði sér frábær færi, en hin 18 ára Fanney Inga Birkisdóttir hélt áfram að fresta því að fá á sig mark í sumar og varði í eitt skiptið með tilþrifum sem óhætt er að flokka í heimsklassa. Það mætti líkja FH við unglinga á balli, rétt undir aldri til að mega vera þar en með fölsuð skilríki. Og engan grunaði neitt því liðið átti í fullu tré við sjálfa meistarana framan af fyrri hálfleik, og spilaði stórskemmtilegan fótbolta. Grunurinn vaknaði hins vegar þegar barnaleg mistök urðu til þess að Valur komst yfir. Hann var svo staðfestur þegar áhættan við að hafa varnarlínuna afar framliggjandi reyndist hálfgerð fífldirfska, því stungusendingar Vals sköpuðu ítrekað hættu og á endanum annað mark liðsins. Dýrkeypt mistök í breyttri vörn FH Arna Eiríksdóttir datt út úr vörn FH fyrir leikinn því hún er lánsmaður hjá liðinu frá Val. Heidi Giles, sem átti mjög flottan leik í kvöld, fékk því nýjan félaga í miðri vörninni í Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem gaf Val forystuna með skelfilegri sendingu í eigin vítateig. Ásdís Karen nýtti sér það og var einnig vel með á nótunum þegar Elísa Viðarsdóttir sendi stungusendingu fram hægri kantinn, sem skilaði sér í seinna marki leiksins. Ásdís Karen Halldórsdóttir sá um að skora mörkin í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Sóknir FH voru margar og nokkrar mjög góðar í fyrri hálfleiknum en þær strönduðu oftast á Örnu Sif Ásgrímsdóttur eða þá á Fanneyju Ingu sem varði meistaralega frá Elísu Lönu Sigurjónsdóttur eftir hálftíma leik. Það er ekki að undra að Pétur þjálfari Vals skuli veðja á Fanneyju þrátt fyrir að hafa náð í bandarískan markvörð fyrir tímabilið. Pétur var einnig með tvo bandaríska sóknarmenn á bekknum, líkt og í sigrinum gegn Breiðabliki, en Bryndís Arna Níelsdóttir og hin 16 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir nýttu tækifærið ekki alveg nógu vel í kvöld, gegn liði sem gaf mörg færi á sér. Í byrjun seinni hálfleiks var Ásdís Karen nálægt því að fullkomna þrennuna en það tókst ekki, og þegar leið á seinni hálfleikinn virtist krafturinn fara úr báðum liðum. Valskonur þurftu engar sérstakar áhyggjur að hafa á lokakaflanum en náðu heldur ekki að gulltryggja sigurinn og það gæti verið áhyggjuefni fyrir leiki við sterkari andstæðinga. FH-ingar reyndu að fríska upp á leik sinn með nokkrum skiptingum en þær skiluðu litlu og niðurstaðan varð því sanngjarn sigur meistaranna, án þess að þeir settu upp neina sýningu. Guðni: Ekki boðlegt að gefa andstæðingnum eins og við gerðum „Mér fannst þetta ágætis frammistaða heilt yfir hjá mínu liði. FH-liðið kom tilbúið til leiks, við áttum fullt af tækifærum, en skoruðum ekki og fáum engin stig. Það eru klárlega vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. „Skrekkurinn er farinn, sem eðlilega var í fyrsta leik hjá mörgum leikmönnum í efstu deild. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en því miður þá uppskárum við ekkert og verðum að taka því. En það er mikilvægt að vera með hökuna uppi og halda áfram,“ sagði Guðni. Hann tók undir það að slæm mistök Vigdísar Eddu í fyrra marki Vals hefðu reynst dýrkeypt: „Það er ekki boðlegt að gefa andstæðingnum eins og við gerðum. Sérstaklega ekki á þeim tímapunkti þegar leikurinn er í járnum. Staðan var 0-0 og mér fannst við ekki vera lakari aðilinn þegar þær skoruðu markið. Það var algjört högg að fá það mark í andlitið og ég ætla rétt að vona að FH-liðið gefi ekki fleiri mörk. En áfram gakk. Við héldum áfram en í ágætis kafla í fyrri hálfleik fannst mér við vera í brasi með að komast í gegnum fyrstu pressu hjá þeim. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstar. Þau færi sem Valur skapaði sér í fyrri hálfleik voru mörg til komin út af mistökum okkar. Við þurfum að fara betur yfir það en mér fannst við laga hlutina í seinni hálfleik og gat ekki séð að það væri stórkostlegur munur á þessum liðum,“ sagði Guðni. Man ekki hvenær það gerðist síðast að FH skoraði ekki Aðspurður hvort því fylgdi ekki óhjákvæmilega fórnarkostnaður að spila svo framarlega með liðið eins og FH gerði, líkt og þegar Valur skoraði seinna mark sitt eftir einfalda stungusendingu, svaraði Guðni: „Ég veit ekki betur en að FH hafi fengið allnokkur færi til að skora og ég man ekki hvenær FH skoraði ekki síðast, svo það eru mörk í þessu liði. En það er hægt að refsa FH-liðinu þegar það kemur svona hátt upp, og við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann á góðum svæðum á vallarhelmingi andstæðinganna.“ Besta deild kvenna Valur FH
Íslands- og bikarmeistarar Vals áttu ekki í teljandi vandræðum með að vinna spræka nýliða FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik. Það fyrra kom eftir skelfileg mistök í vörn FH og það seinna eftir að hún slapp ein gegn markverði, eftir stungusendingu Elísu Viðarsdóttur í gegnum framliggjandi vörn gestanna. Valur er því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína, gegn Breiðabliki og FH, en FH er enn í leit að sínum fyrstu stigum eftir að hafa tapað 4-1 fyrir Þrótti í fyrsta leik. Draumabyrjun Fanneyjar Ingu FH-ingar mega vera svekktir með að hafa misst leikinn frá sér í fyrri hálfleik. Liðið sýndi oft góða takta og skapaði sér frábær færi, en hin 18 ára Fanney Inga Birkisdóttir hélt áfram að fresta því að fá á sig mark í sumar og varði í eitt skiptið með tilþrifum sem óhætt er að flokka í heimsklassa. Það mætti líkja FH við unglinga á balli, rétt undir aldri til að mega vera þar en með fölsuð skilríki. Og engan grunaði neitt því liðið átti í fullu tré við sjálfa meistarana framan af fyrri hálfleik, og spilaði stórskemmtilegan fótbolta. Grunurinn vaknaði hins vegar þegar barnaleg mistök urðu til þess að Valur komst yfir. Hann var svo staðfestur þegar áhættan við að hafa varnarlínuna afar framliggjandi reyndist hálfgerð fífldirfska, því stungusendingar Vals sköpuðu ítrekað hættu og á endanum annað mark liðsins. Dýrkeypt mistök í breyttri vörn FH Arna Eiríksdóttir datt út úr vörn FH fyrir leikinn því hún er lánsmaður hjá liðinu frá Val. Heidi Giles, sem átti mjög flottan leik í kvöld, fékk því nýjan félaga í miðri vörninni í Vigdísi Eddu Friðriksdóttur sem gaf Val forystuna með skelfilegri sendingu í eigin vítateig. Ásdís Karen nýtti sér það og var einnig vel með á nótunum þegar Elísa Viðarsdóttir sendi stungusendingu fram hægri kantinn, sem skilaði sér í seinna marki leiksins. Ásdís Karen Halldórsdóttir sá um að skora mörkin í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Sóknir FH voru margar og nokkrar mjög góðar í fyrri hálfleiknum en þær strönduðu oftast á Örnu Sif Ásgrímsdóttur eða þá á Fanneyju Ingu sem varði meistaralega frá Elísu Lönu Sigurjónsdóttur eftir hálftíma leik. Það er ekki að undra að Pétur þjálfari Vals skuli veðja á Fanneyju þrátt fyrir að hafa náð í bandarískan markvörð fyrir tímabilið. Pétur var einnig með tvo bandaríska sóknarmenn á bekknum, líkt og í sigrinum gegn Breiðabliki, en Bryndís Arna Níelsdóttir og hin 16 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir nýttu tækifærið ekki alveg nógu vel í kvöld, gegn liði sem gaf mörg færi á sér. Í byrjun seinni hálfleiks var Ásdís Karen nálægt því að fullkomna þrennuna en það tókst ekki, og þegar leið á seinni hálfleikinn virtist krafturinn fara úr báðum liðum. Valskonur þurftu engar sérstakar áhyggjur að hafa á lokakaflanum en náðu heldur ekki að gulltryggja sigurinn og það gæti verið áhyggjuefni fyrir leiki við sterkari andstæðinga. FH-ingar reyndu að fríska upp á leik sinn með nokkrum skiptingum en þær skiluðu litlu og niðurstaðan varð því sanngjarn sigur meistaranna, án þess að þeir settu upp neina sýningu. Guðni: Ekki boðlegt að gefa andstæðingnum eins og við gerðum „Mér fannst þetta ágætis frammistaða heilt yfir hjá mínu liði. FH-liðið kom tilbúið til leiks, við áttum fullt af tækifærum, en skoruðum ekki og fáum engin stig. Það eru klárlega vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. „Skrekkurinn er farinn, sem eðlilega var í fyrsta leik hjá mörgum leikmönnum í efstu deild. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en því miður þá uppskárum við ekkert og verðum að taka því. En það er mikilvægt að vera með hökuna uppi og halda áfram,“ sagði Guðni. Hann tók undir það að slæm mistök Vigdísar Eddu í fyrra marki Vals hefðu reynst dýrkeypt: „Það er ekki boðlegt að gefa andstæðingnum eins og við gerðum. Sérstaklega ekki á þeim tímapunkti þegar leikurinn er í járnum. Staðan var 0-0 og mér fannst við ekki vera lakari aðilinn þegar þær skoruðu markið. Það var algjört högg að fá það mark í andlitið og ég ætla rétt að vona að FH-liðið gefi ekki fleiri mörk. En áfram gakk. Við héldum áfram en í ágætis kafla í fyrri hálfleik fannst mér við vera í brasi með að komast í gegnum fyrstu pressu hjá þeim. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstar. Þau færi sem Valur skapaði sér í fyrri hálfleik voru mörg til komin út af mistökum okkar. Við þurfum að fara betur yfir það en mér fannst við laga hlutina í seinni hálfleik og gat ekki séð að það væri stórkostlegur munur á þessum liðum,“ sagði Guðni. Man ekki hvenær það gerðist síðast að FH skoraði ekki Aðspurður hvort því fylgdi ekki óhjákvæmilega fórnarkostnaður að spila svo framarlega með liðið eins og FH gerði, líkt og þegar Valur skoraði seinna mark sitt eftir einfalda stungusendingu, svaraði Guðni: „Ég veit ekki betur en að FH hafi fengið allnokkur færi til að skora og ég man ekki hvenær FH skoraði ekki síðast, svo það eru mörk í þessu liði. En það er hægt að refsa FH-liðinu þegar það kemur svona hátt upp, og við þurfum að gera betur þegar við vinnum boltann á góðum svæðum á vallarhelmingi andstæðinganna.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti