Barnanauðgarar eiga nú yfir höfði sér dauðarefsingu í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 08:28 DeSantis segir Flórída munu berjast fyrir lögunum fyrir hæstarétti. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, hefur undirritað lög sem útvíkka dauðarefsinguna í ríkinu. Hér eftir verður hægt að dæma þá sem eru fundnir sekir um að nauðga barni yngra en 12 ára til dauða. DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira