Betur fór en á horfðist þegar sinueldur kviknaði í Kópavogi í dag. Við heyrum í slökkviliðsmanni en sinubrunar hafa verið tíður gestur á Suðvesturhorninu undanfarnar vikur.
Í Reykjanesbæ vinnur harðduglegt fólk sem tekur á móti fjörutíu þúsund einnota umbúðum á hverjum degi. Við kynnumst fólkinu í Dósaseli.
Spennan er í algleymingi í kvennahandboltanum þar sem var gríðarleg spenna í undanúrslitaeinvígjunum í dag. Spennan er ekki minni karlamegin þar sem Reykjavíkurfélög berjast hart um að komast úr Grill66 í Olísdeildina.
Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum okkar.