Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 13:11 Formaður VR segir að staðan eigi eftir að versna og hvetur fólk því til að mótmæla. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða. „Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“ Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
„Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira