„Við getum enn orðið Englandsmeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 11:46 Mikel Arteta er ekki búinn að gefast upp í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur enn trú á því að sínir menn geti orðið Englandsmeistarar á tímabilinu. Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið. Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira
Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið.
Enski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira