Pökkuðu Grizzlies saman og sendu í sumarfrí | Kóngarnir knúðu fram oddaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 09:30 Los Angeles Lakers er komið í undanúrslit Vesturdeildar. Ronald Martinez/Getty Images Los Angeles Lakers pakkaði Memphis Grizzlies ofan í ferðatösku og sendi á leið í sumarfrí með 40 stiga sigri í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Sacramento Kings tryggðu sér oddaleik gegn ríkjandi meisturum Golden State Warriors með öruggum sigri. Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Grizzlies unnu leik fimm í Memphis en segja má að það hafi aðeins frestað aftökunni. Það var aldrei spurning hvort liðið væri að fara með sigur af hólmi í Los Angeles í nótt. Lakers byrjaði leikinn af krafti og var 17 stigum yfir í hálfleik. Svo má með sanni segja að leikurinn hafi einfaldlega klárast í þriðja leikhluta þar sem Lakers skoraði 41 stig gegn 25 hjá gestunum. Fjórði leikhluti var í raun tilgangslaus og þegar honum var loks lokið var staðan 125-85. Hreint út sagt ótrúlegur sigur Lakers sem er nú komið í undanúrslit Vesturdeildar. D‘Angelo Russell var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, fjórar stoðsendingar og tvö fráköst. Þar á eftir kom LeBron James með 22 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst. Anthony Davis skoraði 16 stig, tók 14 fráköst og varði 5 skot. ICE IN HIS VEINS D Angelo Russell comes up huge to lead the Lakers to Round 2!31 PTS | 5-9 3PM pic.twitter.com/fEuOxjjKaN— NBA (@NBA) April 29, 2023 LeBron James (22 PTS, 6 AST) and Anthony Davis (16 PTS, 14 REB, 5 BLK) get it done in the Game 6 win!The Lakers advance to Round 2 pic.twitter.com/bkF4FhKD3b— NBA (@NBA) April 29, 2023 Hjá Memphis var Santi Aldama með 16 stig og 5 fráköst. Desmond Bane skoraði 15 stig, tók einnig 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dillon Brooks lét sig enn á ný hverfa áður en fjölmiðlar náðu tali af Grizzlies eftir leik. Leikur Golden State Warriors og Sacramento Kings var öllu jafnari, allavega í fyrsta leikhluta. Að honum loknum tóku Kings völdin og unnu á endanum nokkuð öruggan 19 stiga sigur, lokatölur 118-99. Það þýðir að liðin mætast í oddaleik á heimavelli Kings um hvort þeirra fer áfram í undanúrslit. Malik Monk var stigahæstur hjá Kings með 28 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom De‘Aaron Fox með 26 stig, 11 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Warriors var Stephen Curry með 29 stig, 5 stoðsendingar og 4 fráköst. Klay Thompson kom þar á eftir með 22 stig. 28 points on 14 shots.Malik Monk was SPECIAL off the bench to force GAME 7! Sunday at 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/xmPrQ4vntC— NBA (@NBA) April 29, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira