Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann: „Við gefum bara skít í þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 08:01 Anna Úrsúla Gunnarsdóttir telur að kvennaboltinn verði oft útundan ef tekið er mið af karlaboltanum. Vísir/Stöð 2 Undanúrslitin á Íslandsmóti kvenna í handbolta, Olís-deildinni, hefjast í dag. ÍBV og Valur eru líklegustu liðin til að fara alla leið segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein besta handboltakona Íslands í gegnum tíðina og sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hún segist einnig telja að kvennaboltinn sé vanræktur ef tekið er mið af karlaboltanum. Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Sjá meira
Valur mætir Stjörnunni í undanúrslitum og ÍBV leikur gegn Haukum, en ÍBV og Valur hafa verið í sérflokki á þessari leiktíð. „Þetta gæti orðið ein skemmtilegasta úrslitakeppni sem hefur verið undanfarin ár og það er mikið af jöfnum liðum. Ég held að þetta verði alveg ótrúlega skemmtilegt,“ sagði Anna Úrsúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo er náttúrulega bara ÍBV, ríkjandi deildar- og bikarmeistarar. Þær hafa kannski svolítið vindinn með sér í bakið,“ bætti Anna við, en útilokar þó ekki að Valur geti gert Eyjakonum lífið leitt. „Valskonur hafa staðið sig vel og eru kannski annað besta liðið í dag, en þær hafa verið óheppnar með markvörslu sem er gífurlega erfitt þegar maður er kannski búinn að vera að vinna í vörn í tvær mínútur og svo kemur markið í bakið. Þannig að ég held að það sé svolítið munurinn núna að markvarslan er með ÍBV, en ekki Val.“ Stjarnan og Haukar á uppleið Þrátt fyrir að Anna telji Val og ÍBV líklegustu liðin til að mætast í úrslitum segir hún þó að bæði Haukar og Stjarnan geti strítt andstæðingum sínum. „Já algjörlega. Bæði þessi lið eru á uppleið og það sem að bæði þessi lið hafa þurft undanfarið er stöðugleiki. Þær hafa verið að koma mjög sterkar inn núna í síðustu leiki og maður sér það að það er vilji fyrir hendi og mikil barátta í þeim. Þannig að ég vona að þetta verði bara spennandi leikir.“ Klippa: Telur kvennaboltann hornreka miðað við karlaboltann Anna Úrsúla er langt frá því að vera óvön því að vinna titla í íslenskum handbolta og hún segir að liðið sem fer alla leið þurfi að sína mikla þrautseigju. „Þetta er mikil þrautseigja, sem er mjög gott orð að nota því oft er þetta orðið meira andlegt heldur en handboltahæfileikar endilega. Ég held að ef viljinn er fyrir hendi og allir eru tilbúnir að leggja sig 170 prósent fram í þessum liðum þá er alveg hægt að uppskera vel.“ Virðumst alltaf vera „second-class“ Eftir stutta umræðu um möguleika ungra íslenskra handboltakvenna og stöðu íslenska kvennalandsliðsins var Anna svo spurð að því hvort henni þætti kvennaboltinn hornreka ef tekið væri mið af karlaboltanum. „Áhugavert. Já, er það ekki? Er ekki hægt að segja það bara um flestar kvennaíþróttir á Íslandi? Við virðumst alltaf vera svona „second-class“ sama hvað,“ sagði Anna. En hvers vegna telur hún að svo sé? „Ég veit það ekki. Viðhorfið í samfélaginu að við séum ekki jafn miklir íþróttamenn eða ég veit ekki. Ég sjálf er með þrjú börn, stelpu og strák, og hjá mér skiptir engu máli hvort það sé fótbolti kvenna eða fótbolti karla eða hvernig sem það er. Þetta eru bara íþróttir og íþróttamenn og það leggja sig allir gífurlega fram til þess að ná árangri. Ég virði það bara jafnt á við hvaða kyn sem er þannig ég vona bara að það sé sýn fólks almennt.“ Háir þetta ykkur konunum? „Nei, við gefum bara skít í þetta. Skiptir engu máli hvað öðrum finnst,“ sagði Anna Úrsúla að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik