FH mætir KR í fjórðu umferð Bestu deild karla og átti leikurinn að fara fram í dag.
Fyrr í dag var þessum leik FH og KR frestað til morguns þar sem aðalstjórn FH hafði tilkynnt um lokun á báðum grasvöllum FH í Kaplakrika.
Fyrir stuttu síðan barst hins vegar tilkynning frá aðalstjórn FH um að lokun hefði verið aflétt af frjálsíþróttavelli félagsins.
Í framhaldinu óskaði FH eftir því að leikurinn yrði færður á varavöll félagsins. Mótanefnd KSÍ hefur því aftur breytt leikvelli í neðangreindum leik og fer hann fram á frjálsíþróttavellinum í Kaplakrika.
Þetta verður annar leikur FH á Miðvellinum á þessari leiktíð en liðið vann þar 1-0 sigur á Stjörnunni á dögunum.