Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. apríl 2023 15:28 Auður segir sífellt algengara að fyrirtæki stimpli sig sem græn án þess að eiga innistæðu fyrir því. Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. „Við getum ekki séð að þetta sé eitthvað sem Ísland þarf að fara út í,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar, um gullleit og leit að öðrum góðmálmum. Landvernd hafi hins vegar ekki markað sér ákveðna stefnu þegar kemur að gullleit. „Þetta hefur komið nokkuð oft upp á síðastliðnum áratugum en aldrei neitt orðið úr þessu. Þetta er mjög mikið inngrip í íslenska náttúru,“ segir hún. Eins og Vísir greindi frá á miðvikudag horfir kanadíska gullleitarfyrirtækið St-Georges til íslenskra jarðhitasvæða eftir að hafa greint sýni úr borholum og setlaugum við Reykjanesvirkjun. En í þeim fannst tiltekið magn af gulli, silfri, kopar og sinki. Rannsóknin var unnin að undirlagi íslenska dótturfyrirtækisins Iceland Resources, sem var áður í eigu feðga sem höfðu stundað umdeilda gullleit um áratuga skeið. Meðal annars í Þormóðsdal í Mosfellssveit og á Tröllaskaga. Gullleit litlu skilað „Alltaf eru nýir og nýir að reyna þetta en aldrei finnst gull í vinnanlegu magni. Tilkynnt er um nýjar tæknilausnir sem skila hins vegar ekki því sem þær eiga að skila,“ segir Auður um gullleitina hér á Íslandi. Hún segist þó ekki hafa þekkinguna til að geta fullyrt að útséð sé hvort gull í vinnanlegu magni sé hér til á Íslandi. Gullleit á Íslandi hófst árið 1905 þegar menn töldu sig hafa fundið gullæð í vatnsborholu í Vatnsmýrinni. Kom í ljós að um kopar var að ræða. Önnur tilraun var gerð í Vatnsmýrinni á þriðja áratug síðustu aldar. Túlkun Halldórs Baldurssonar á gullleitinni umdeildu.Halldór Baldursson Eftir áratuga hlé byrjaði svo gullleit aftur á tíunda áratugnum, einkum í Þormóðsdal. Síðan þá hafa meðal annars verið gefin út rannsóknarleyfi í Vopnafirði, Héraðsflóa og á Reykjanesi. Í íslensku basalti er meðalstyrkur gulls 0,007 grömm á hvert tonn og þykir landið því frekar óvænlegt til gullgraftar, sem fylgir mikið jarðrask. Græn mengun næsta skref St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námufyrirtæki (eco-mining). Það er að kolefnissporið sé minna en í venjulegum námagreftri og nýtingin betri. Auður segist ekki hafa skoðað sögu þessa fyrirtækis mjög vel en hins vegar sé það orðið sífellt algengara að fyrirtæki, oft í mengandi iðnaði, skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Það er svokallaður grænþvottur. „Í dag er mjög mikið talað um grænt hitt og grænt þetta en það er voða lítið á bak við það,“ segir Auður. „Námagröftur er alltaf subbulegur iðnaður. Við bíðum eftir því að einhver auglýsi græna mengun. Það hlýtur að vera næsta skref,“ segir hún. Orkan fer í orkuskipti Auður segist mótfallin gullleit á íslenskum jarðhitasvæðum sem og öðrum svæðum á landinu. Það sé heldur ekki pláss fyrir hana. Óumdeilt sé að stefna ríkisstjórnarinnar sé að koma á orkuskiptum. „Orkuskiptin eru forgangsverkefni næstu áratuga. Orkan hérna er ekki til sölu í annað og nýr orkufrekur iðnaður ekki uppi á borðinu,“ segir Auður. Umhverfismál Námuvinnsla Jarðhiti Tengdar fréttir Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
„Við getum ekki séð að þetta sé eitthvað sem Ísland þarf að fara út í,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar, um gullleit og leit að öðrum góðmálmum. Landvernd hafi hins vegar ekki markað sér ákveðna stefnu þegar kemur að gullleit. „Þetta hefur komið nokkuð oft upp á síðastliðnum áratugum en aldrei neitt orðið úr þessu. Þetta er mjög mikið inngrip í íslenska náttúru,“ segir hún. Eins og Vísir greindi frá á miðvikudag horfir kanadíska gullleitarfyrirtækið St-Georges til íslenskra jarðhitasvæða eftir að hafa greint sýni úr borholum og setlaugum við Reykjanesvirkjun. En í þeim fannst tiltekið magn af gulli, silfri, kopar og sinki. Rannsóknin var unnin að undirlagi íslenska dótturfyrirtækisins Iceland Resources, sem var áður í eigu feðga sem höfðu stundað umdeilda gullleit um áratuga skeið. Meðal annars í Þormóðsdal í Mosfellssveit og á Tröllaskaga. Gullleit litlu skilað „Alltaf eru nýir og nýir að reyna þetta en aldrei finnst gull í vinnanlegu magni. Tilkynnt er um nýjar tæknilausnir sem skila hins vegar ekki því sem þær eiga að skila,“ segir Auður um gullleitina hér á Íslandi. Hún segist þó ekki hafa þekkinguna til að geta fullyrt að útséð sé hvort gull í vinnanlegu magni sé hér til á Íslandi. Gullleit á Íslandi hófst árið 1905 þegar menn töldu sig hafa fundið gullæð í vatnsborholu í Vatnsmýrinni. Kom í ljós að um kopar var að ræða. Önnur tilraun var gerð í Vatnsmýrinni á þriðja áratug síðustu aldar. Túlkun Halldórs Baldurssonar á gullleitinni umdeildu.Halldór Baldursson Eftir áratuga hlé byrjaði svo gullleit aftur á tíunda áratugnum, einkum í Þormóðsdal. Síðan þá hafa meðal annars verið gefin út rannsóknarleyfi í Vopnafirði, Héraðsflóa og á Reykjanesi. Í íslensku basalti er meðalstyrkur gulls 0,007 grömm á hvert tonn og þykir landið því frekar óvænlegt til gullgraftar, sem fylgir mikið jarðrask. Græn mengun næsta skref St-Georges titlar sig sem umhverfisvænt námufyrirtæki (eco-mining). Það er að kolefnissporið sé minna en í venjulegum námagreftri og nýtingin betri. Auður segist ekki hafa skoðað sögu þessa fyrirtækis mjög vel en hins vegar sé það orðið sífellt algengara að fyrirtæki, oft í mengandi iðnaði, skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Það er svokallaður grænþvottur. „Í dag er mjög mikið talað um grænt hitt og grænt þetta en það er voða lítið á bak við það,“ segir Auður. „Námagröftur er alltaf subbulegur iðnaður. Við bíðum eftir því að einhver auglýsi græna mengun. Það hlýtur að vera næsta skref,“ segir hún. Orkan fer í orkuskipti Auður segist mótfallin gullleit á íslenskum jarðhitasvæðum sem og öðrum svæðum á landinu. Það sé heldur ekki pláss fyrir hana. Óumdeilt sé að stefna ríkisstjórnarinnar sé að koma á orkuskiptum. „Orkuskiptin eru forgangsverkefni næstu áratuga. Orkan hérna er ekki til sölu í annað og nýr orkufrekur iðnaður ekki uppi á borðinu,“ segir Auður.
Umhverfismál Námuvinnsla Jarðhiti Tengdar fréttir Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. 26. apríl 2023 14:45