Jerry Springer látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 14:44 Jerry Springer á viðburði í New York árið 2010. AP/Richard Drew Umdeildi spjallþáttastjórnandinn Jerry Springer er látinn, 79 ára að aldri. Þættirnir sem Springer stýrði í nærri því þrjá áratugi enduðu oft í tilfinningalegu uppnámi eða jafnvel líkamlegum átökum gesta. Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Kynningarfulltrúi Springer greindi frá því að hann hefði andast eftir skammvinn veikindi á heimili sínu í Chicago í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „The Jerry Springer Show“ hóf göngu sína sem tiltölulega hefðbundinn spjallþáttur í bandarísku sjónvarpi árið 1991. Tveimur árum síðar ákváðu stjórnendur hans að venda kvæði sínu í kross og breyta efnatökum sínum verulega. Þættirnir þóttu sérstaklega lágkúrulegir eftir breytingarnar. Þeir fjölluðu oft um afar persónuleg málefni gesta, þar á meðal framhjáhöld og sambandserjur. Einstakir þættir báru titla eins og „Stripparastríðin“ og „Ég vil að maðurinn minn hætti að horfa á klám,“ að því er kemur fram í ítarlegri andlátsfrétt Hollywood Reporter. Stundum kom Springer gestum sínum í opna skjöldu með því að kynna til sögunnar óvæntan gest, til dæmis hjákonu eiginmanns viðmælanda. Þættirnir leystust þannig gjarnan upp í háværum rifrildum eða áflogum á meðan áhorfendur í sjónvarpssal kyrjuðu „Jerry! Jerry!“ Dagskrárritið TV Guide tilnefndi þátt Springer sem þann versta í sögu sjónvarpsins á sínum tíma, að sögn AP-fréttastofunnar. Viðmælandi myrtur af fyrrverandi eiginmanni Þegar stjarna þáttanna reis sem hæst árið 1998 voru þeir vinsælli en spjallþáttur Opruh Winfrey með um tólf milljónir áhorfenda, að sögn Fox News. Efnistök í þættinum sættu töluverðri gagnrýni fyrir að vera ósmekkleg. Springer sjálfur var sakaður um að höfða til lægstu hvata áhorfenda og forheimska bandarísku þjóðina. Myrkasti kaflinn í sögu Jerry Springer Show var þegar Nancy Campbell-Panitz, 52 ára gömul kona sem hafði nýlega komið fram í þættinum, fannst barin til dauða árið 2000. Í þættinum hafði fyrrverandi eiginmaður hennar og ný eiginkona hans sakað hana um að elta sig á röndum. Eiginmaðurinn var síðar dæmdur fyrir að myrða hana. Springer hafnaði því að morðið hefði tengst þættinum með nokkrum hætti. Þættirnir luku göngu sinni árið 2018. Springer stýrði síðan dómsmálaþætti sem hét „Jerry dómari“. Framleiðslu þeirra var hætt í fyrra, að sögn ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Áður en Springer sneri sér að sjónvarpi var hann borgarstjóri Cincinnati til skamms tíma í lok áttunda áratugsins og pólitískur ráðgjafi Roberts F. Kennedy áður en hann var ráðinn af dögum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira