„Líkaminn er að hafna handleggnum“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. apríl 2023 13:10 Guðmundur Felix er þessa dagana á spítala að berjast við höfnunina. Steralyfjagjöf hefur verið aukin verulega að því er fram kemur í máli hans á Facebook. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson greinir í dag frá bakslagi eftir ígræðsluna á handleggjunum fyrir rúmum tveimur árum. Líkaminn er byrjaður að hafna handleggjunum og möguleiki er á að hann missi þá. „Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Það er smá bakslag hjá mér,“ segir Guðmundur í myndbandsupptöku sem hann birti á Facebook í dag. Guðmundur var þá staddur á spítala í steralyfjameðferð til að reyna snúa höfnun við.„Fyrir um tveimur eða þremur vikum síðan byrjaði ég að bólgna í kringum neglurnar. Þetta var heilmikil bólga og neglurnar byrjuðu að detta af,“ segir Guðmundur. „Þetta leit ekki vel út þannig að það var ákveðið að taka vefjasýni.“ Sögðu læknarnir að það væri möguleiki á að þetta væri höfnun, en gæti líka verið eitthvað annað. Uppruninn virtist vera í fingrunum, þar sem neglurnar verða til. Fékk hann í kjölfarið sterasprautur. Sá rauða díla Einkennin byrjuðu hins vegar að ágerast. „Um helgina byrjaði ég að sjá rauða díla. Í upphafi hafði ég ekki miklar áhyggjur en svo á mánudag og þriðjudag ágerðist þetta,“ segir Guðmundur. Ákvað hann því að senda læknateymi sínu myndir af handleggjunum, sem voru með útbrotum og roða. Höfnunin byrjaði í nöglunum. „Líkaminn er að hafna handleggnum,“ segir Guðmundur. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem höfnunareinkenni komi upp hjá honum. Hjá sjúklingum sem hafa farið í ígræðslu komi höfnun yfirleitt upp á fyrstu vikunum eða mánuðunum eftir aðgerð. Sjaldgæfara sé að þetta gerist eftir meira en tvö ár, eins og hjá Guðmundi nú. Napalmsprengja á ónæmiskerfið Guðmundur segir að það sé möguleiki að hann missi handleggina. Læknarnir hafi ákveðið að auka steraskammtinn verulega, úr fimm milligrömmum á dag í fimm hundruð. „Þetta er eins og napalmsprengja sem tekur út ónæmiskerfið mitt algerlega,“ segir Guðmundur. „Ég vona að þetta dugi og að ég komist aftur á rétta leið.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51 Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. 20. apríl 2023 08:44
Guðmundur Felix með aðra hönd á stýri Guðmundur Felix Grétarsson er byrjaður að æfa sig að keyra með hægri hendinni. Síðan um aldamótin hefur hann eingöngu getað keyrt með fótstýri. Nú sér hann fram á að geta loksins keypt sér nýrri bíl. 19. febrúar 2023 12:51
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36